Hún kom í mark á tímanum 7,58 og bætti þar með U18 ára met Tiönu Óskar um eitt sekúndubrot.
Þessi árangur er sá sjöundi besti í 60 m hlaupi kvenna frá upphafi og deilir hún sætinu með Sunnu Gestsdóttir.
Irma Gunnarsdóttir, einnig úr FH, bætti Íslandsmetið í þrístökki kvenna innanhúss er hún stökk 13,13 metra. Metið var áður 12,83 metrar sem Sigríður Anna Guðjónsdóttir setti árið 1997 en hún á líka metið utanhúss sem er 13,18 metrar.