Aðrir tilnefndir eru Maren Louise Käehne og Karin Arrhenius fyrir sænsku seríuna Blackwater (Händelser vid vatten), Mette Heeno fyrir dönsku seríuna Carmen Curlers, Matti Kinnunen fyrir finnsku seríuna The Invincibles (Rosvopankki) og Kenneth Karlstad fyrir norsku seríuna Kids in Crime.
Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason unnu verðlaunin á síðustu hátíð fyrir handritið að Verbúðinni. Árin á undan voru Jóhann Ævar Grímsson (Systrabönd) og Nanna Kristín Magnúsdóttir (Pabbahelgar) tilnefnd til verðlaunanna.
Svo lengi sem við lifum er framleidd af Glassriver og verður sýnd á Stöð 2 haustið 2023.
„Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir um Svo lengi sem við lifum. Þættirnir verða sex talsins.
Stutt brot úr þáttunum mátti sjá í haustkynningu Stöðvar 2 í ágúst.