Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:30 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. „Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
„Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira