Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:32 Svona gæti höfuðborgin litið út í morgunsárið. Vísir/Vilhelm Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“ Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira
Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“
Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Sjá meira
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45
Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35
Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22