Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 78-81 | Óli Óla með sýningu í Ólafssal Sæbjörn Þór Steinke skrifar 16. desember 2022 20:15 Ólafur Ólafsson var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. Haukar höfðu unnið tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld, unnu nauman sigur á Stjörnunni í síðustu umferð, en Grindavík tapaði í sömu umferð stórt gegn Breiðabliki. Einn sigur skilur nú liðin að í deildinni. Grindavík er í 7. sæti deildarinnar og Haukar sitja í 5. - 6. sæti við hlið Tindastóls. Grindavík byrjaði leikinn mun betur og var Ólafur Ólafsson með skotsýningu, skoraði úr fimm fyrstu þriggja stiga skotum sínum. Haukar byrjuðu hægt og var þjálfari þeirra, Mate Dalmay, sýnilega mjög óánægður með spilamennsku sinna manna. Grindavík leiddi með átta stigum eftir fyrsta leikhluta, Ólafur kólnaði svo talsvert í öðrum leikhluta og Haukar náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var svo framhald af því sama, Grindavík gerði sitt vel, spilaði mjög góða vörn og skoraði stig þegar þurfti. Munurinn var fimm stig fyrir lokaleikhlutann. Í lokaleikhlutanum var mikil spenna og tvö risastór atvik sem þjálfararnir voru mjög ósáttir við. Fyrra atvikið var seinn villudómur þegar Grindvíkingurinn Erik Pitts féll til jarðar eftir skot. Haukar voru allt annað en sáttir og uppskáru tæknivillu. Pitts klikkaði á öllum þremur vítaskotunum en Gaios Skordilis tók sóknarfrákastið og kom gestunum sex stigum yfir. Haukarnir náðu að minnka muninn og jafna þegar rúmlega fimmtíu sekúndur lifðu leiks komust heimamenn yfir í fyrsta sinn í leiknum. Ólafur náði ekki að svara í næstu sókn og þurfti að brjóta á Daniel Mortensen svo leiktíminn myndi ekki renna út. Skömmu á undan í þeirri sókn vildu Grindvíkingar meina að heimamenn hefðu misst boltann út af en dómararnir dæmdu ekkert. Mortensen nýtti einungis fyrra vítaskotið sitt, Ólafur tók varnarfrákast og Pitts skoraði úr sniðskoti hinu megin þegar leiktíminn rann út. Í framlengingunni reyndust svo gestirnir betri, héldu áfram að nýta sína styrkleika vel og Haukarnir náðu ekki að nýta opin skot. Það var viðeigandi að Ólafur skoraði síðustu stig leiksins, skoraði tvö stig af vítalínunni og Hilmar náði ekki að jafna leikinn í síðustu sókninni. Af hverju vann Grindavík? Grindavík nýtti sér sína styrkleika, fundu Skordilis oft í góðum færum en þess á milli skiluðu Pitts og Ólafur stigum. Grindavík barðist meira, sýndi meiri vilja og áhuga og passaði betur upp á boltann en Haukarnir. Þessir stóðu upp úr: Ólafur Ólafsson var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Pitts og Skordilis áttu einnig góðan leik hjá Grindavík. Hjá Haukum var Darwin Davis stigahæstur, skoraði 23 stig úr nítján skotum af vellinum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var alls ekki vel spilaður hjá liðunum, Grindavík leit betur úr þar sem Ólafur og Pitts voru að setja skotin sín ofan í. Haukar voru svo sem ekkert að hitta neitt alltof illa, en spilið var hægt, margir tapaðir boltar og lítið um gæði. Það hélt áfram í seinni hálfleik og út leikinn. Daniel Mortensen átti slæman dag, skoraði níu stig og var með fimmtán prósent skotnýtingu. Orri Gunnarsson var með tólf prósent skotnýtingu og var framlag hjá þeim það sem vantaði upp á hjá Haukum í dag. Þá var vítanýting beggja liða mjög léleg, alls fóru átján vítaskot forgörðum í leknum. Hvað gerist næst? Liðin fara nú í smá jólafrí og mæta aftur eftir tvær vikur. Það er leikið milli jóla og nýárs sem er frábært! Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn og Haukar heimsækja Breiðablik. Jóhann Árni: Geggjað að klára með sigri Jóhann Árni Ólafsson stýrði Grindavík í kvöld.UMFG „Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Lykillinn var varnarleikur, spiluðum frábæra vörn framan af leik, droppar aðeins í endann á fjórða og svo framlengingin smá borðtennis,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Jóhann, sem er venjulega aðstoðarþjálfari liðsins, leysti af nafna sinn Jóhann Þór Ólafsson sem var heima vegna veikinda. Jóhann var ánægður að sjá skotið frá Pitts í lok leiks rata rétta leið og tryggja framlengingu. Hann var spurður út í atvik skömmu áður þar sem hann var allt annað en sáttur með dómara leiksins. „Eins og ég sá það, í adrenalíninu, sá ég boltann út af áður en Orri [Gunnarsson] greip boltann. Dómararnir gera mistök eins og við þjálfararnir og leikmennirnir. Það er bara hluti af þessu.“ Jóhann var verulega ósáttur við dómarana á þessu augnabliki og hefði getað fengið tæknivillu vegna hegðunar sinnar. „Ég held að dómarinn hafi vitað að ég hafði eitthvað til míns máls því hann gerði ekkert, mögulega [átti ég að fá tæknivillu]. Þetta var mjög stórt atvik í leiknum og manni fannst þetta augljóst. Því er eðlilegt að viðbrögðin séu einhver. Hrós á dómarana fyrir að vera ekki að henda T (tæknivillu) í lok leikja þegar svona mikilvæg dæmi eru í gang. Vissulega má maður kannski slaka aðeins.“ Jóhann sagði að í framlengingunni hefði liðið sitt svo þurft að lifa af (e. surviving mode). Tveir leikmenn voru komnir með fimm villur og þar með útilokun og margir komnir með fjórar. „Ég þurfti að leita til manna sem er langt síðan að spiluðu. Geggjað að klára með sigri,“ sagði Jóhann að lokum. Þeir ætla að skoða þetta og senda á FIBA Mate Dalmay, þjálfari Hauka.Vísir/Diego „Þetta hefði verið þjófnaður aldarinnar ef við hefðum náð að klára þetta. Við áttum aldrei skilið að vinna þennan leik, vorum bæði áhugalausir og lélegir,“ sagði svekktur Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. Mate var mjög ósáttur við sitt lið og sagðist ekki geta beðið eftir því að komast inn í klefa til að ræða við sína menn. En er hægt að útskýra þessa frammistöðu? „Við tökum Tindastól og Stjörnuna og ég held að menn hafi farið fram úr sér, haldið að við séum betri en við erum. Við þurfum að hafa mikið fyrir öllum sigrum í þessari deild. Eins og sést í dag þá höfum við ekkert efni á því að atvinnumennirnir okkar séu að skila fyrir neðan „avarage“ frammistöðum, því við erum ekki með neitt annað.“ „Örugglega vanmat á Grindavík en líka ofmat á okkur sjálfa.“ Mate segir að menn þurfi að koma á hverja einustu æfingu til að bæta sig, menn þurfi að fara upp á tærnar. „Það er voða gaman að vinna Stjörnuna á grísa flautakörfu og það var líka voða gaman að vinna Tindastól hérna. Raunveruleikinn er sá að við komumst fimmtán stigum yfir gegn Stjörnunni og glutruðum því niður og við lentum tuttugu stigum undir gegn Tindastól. Við náum ekki að tengja góðar frammistöður á milli leikhluta, hvað þá leikja.“ Mate var svo spurður út í tæknivilluna sem hann fékk í fjórða leikhluta. „Ég er búinn að koma því á framfæri við þá (dómarana). Þeir ætla að skoða þetta og senda á FIBA og fá þeirra skoðun. Pitts sparkar alltaf út löppunum, allan leikinn og fékk tvær-þrjár aðvaranir fyrir það. Svo kemur mikilvægt augnablik þar sem hann gerir þetta aftur og það kemur þvæluvíti. Það drepur alltaf augnablikið og það er ekki eins og það hafi einhvern tímann verið augnablik með okkur í dag,“ sagði Mate. Þetta er auðvelt sport Ólafur Ólafsson tekur skot.Vísir/Bára „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag. Óli var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Ólafur byrjaði fimm af fimm í þriggja stiga skotum í leiknum. „Ég er búinn að vera agalegur í síðustu fjórum-fimm leikjum, 1 af 36 eða eitthvað, ég ákvað að tæma hugann og skjóta fyrsta skotinu sem ég fékk. Það fór ofan í, ég hélt áfram að skjóta, fékk sjálfstraustið og þegar maður hittir þá heldur maður áfram að skjóta. Þetta er auðvelt sport.“ „Ég átti þetta klárlega inni, þetta var komið aðeins inn á sálina en ég náði einhvern veginn að rétta úr kútnum núna og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.“ Ólafur segir að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Ég hefði viljað klára þetta í venjulegum leiktíma, en alltaf gaman að fá eitthvað extra fyrir fólkið sem borgar fyrir að koma inn.“ Hann skoraði síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni og kom Grindavík í þokkalega þægilega stöðu, þremur stigum yfir fyrir lokasókn Hauka. „Ég var búinn að klikka á einhverjum þremur vítum, varð að setja þetta ofan í og gerði það sem betur fer.“ „Þetta var nauðsynlegur sigur og klárlega gleðilegri jól eftir þennan sigur. Við njótum kannski aðeins í kvöld en svo er það undirbúningur fyrir næsta leik sem er 30. des,“ sagði Ólafur að lokum. Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík
Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. Haukar höfðu unnið tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld, unnu nauman sigur á Stjörnunni í síðustu umferð, en Grindavík tapaði í sömu umferð stórt gegn Breiðabliki. Einn sigur skilur nú liðin að í deildinni. Grindavík er í 7. sæti deildarinnar og Haukar sitja í 5. - 6. sæti við hlið Tindastóls. Grindavík byrjaði leikinn mun betur og var Ólafur Ólafsson með skotsýningu, skoraði úr fimm fyrstu þriggja stiga skotum sínum. Haukar byrjuðu hægt og var þjálfari þeirra, Mate Dalmay, sýnilega mjög óánægður með spilamennsku sinna manna. Grindavík leiddi með átta stigum eftir fyrsta leikhluta, Ólafur kólnaði svo talsvert í öðrum leikhluta og Haukar náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir hálfleik. Seinni hálfleikurinn var svo framhald af því sama, Grindavík gerði sitt vel, spilaði mjög góða vörn og skoraði stig þegar þurfti. Munurinn var fimm stig fyrir lokaleikhlutann. Í lokaleikhlutanum var mikil spenna og tvö risastór atvik sem þjálfararnir voru mjög ósáttir við. Fyrra atvikið var seinn villudómur þegar Grindvíkingurinn Erik Pitts féll til jarðar eftir skot. Haukar voru allt annað en sáttir og uppskáru tæknivillu. Pitts klikkaði á öllum þremur vítaskotunum en Gaios Skordilis tók sóknarfrákastið og kom gestunum sex stigum yfir. Haukarnir náðu að minnka muninn og jafna þegar rúmlega fimmtíu sekúndur lifðu leiks komust heimamenn yfir í fyrsta sinn í leiknum. Ólafur náði ekki að svara í næstu sókn og þurfti að brjóta á Daniel Mortensen svo leiktíminn myndi ekki renna út. Skömmu á undan í þeirri sókn vildu Grindvíkingar meina að heimamenn hefðu misst boltann út af en dómararnir dæmdu ekkert. Mortensen nýtti einungis fyrra vítaskotið sitt, Ólafur tók varnarfrákast og Pitts skoraði úr sniðskoti hinu megin þegar leiktíminn rann út. Í framlengingunni reyndust svo gestirnir betri, héldu áfram að nýta sína styrkleika vel og Haukarnir náðu ekki að nýta opin skot. Það var viðeigandi að Ólafur skoraði síðustu stig leiksins, skoraði tvö stig af vítalínunni og Hilmar náði ekki að jafna leikinn í síðustu sókninni. Af hverju vann Grindavík? Grindavík nýtti sér sína styrkleika, fundu Skordilis oft í góðum færum en þess á milli skiluðu Pitts og Ólafur stigum. Grindavík barðist meira, sýndi meiri vilja og áhuga og passaði betur upp á boltann en Haukarnir. Þessir stóðu upp úr: Ólafur Ólafsson var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Pitts og Skordilis áttu einnig góðan leik hjá Grindavík. Hjá Haukum var Darwin Davis stigahæstur, skoraði 23 stig úr nítján skotum af vellinum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var alls ekki vel spilaður hjá liðunum, Grindavík leit betur úr þar sem Ólafur og Pitts voru að setja skotin sín ofan í. Haukar voru svo sem ekkert að hitta neitt alltof illa, en spilið var hægt, margir tapaðir boltar og lítið um gæði. Það hélt áfram í seinni hálfleik og út leikinn. Daniel Mortensen átti slæman dag, skoraði níu stig og var með fimmtán prósent skotnýtingu. Orri Gunnarsson var með tólf prósent skotnýtingu og var framlag hjá þeim það sem vantaði upp á hjá Haukum í dag. Þá var vítanýting beggja liða mjög léleg, alls fóru átján vítaskot forgörðum í leknum. Hvað gerist næst? Liðin fara nú í smá jólafrí og mæta aftur eftir tvær vikur. Það er leikið milli jóla og nýárs sem er frábært! Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn og Haukar heimsækja Breiðablik. Jóhann Árni: Geggjað að klára með sigri Jóhann Árni Ólafsson stýrði Grindavík í kvöld.UMFG „Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Lykillinn var varnarleikur, spiluðum frábæra vörn framan af leik, droppar aðeins í endann á fjórða og svo framlengingin smá borðtennis,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Jóhann, sem er venjulega aðstoðarþjálfari liðsins, leysti af nafna sinn Jóhann Þór Ólafsson sem var heima vegna veikinda. Jóhann var ánægður að sjá skotið frá Pitts í lok leiks rata rétta leið og tryggja framlengingu. Hann var spurður út í atvik skömmu áður þar sem hann var allt annað en sáttur með dómara leiksins. „Eins og ég sá það, í adrenalíninu, sá ég boltann út af áður en Orri [Gunnarsson] greip boltann. Dómararnir gera mistök eins og við þjálfararnir og leikmennirnir. Það er bara hluti af þessu.“ Jóhann var verulega ósáttur við dómarana á þessu augnabliki og hefði getað fengið tæknivillu vegna hegðunar sinnar. „Ég held að dómarinn hafi vitað að ég hafði eitthvað til míns máls því hann gerði ekkert, mögulega [átti ég að fá tæknivillu]. Þetta var mjög stórt atvik í leiknum og manni fannst þetta augljóst. Því er eðlilegt að viðbrögðin séu einhver. Hrós á dómarana fyrir að vera ekki að henda T (tæknivillu) í lok leikja þegar svona mikilvæg dæmi eru í gang. Vissulega má maður kannski slaka aðeins.“ Jóhann sagði að í framlengingunni hefði liðið sitt svo þurft að lifa af (e. surviving mode). Tveir leikmenn voru komnir með fimm villur og þar með útilokun og margir komnir með fjórar. „Ég þurfti að leita til manna sem er langt síðan að spiluðu. Geggjað að klára með sigri,“ sagði Jóhann að lokum. Þeir ætla að skoða þetta og senda á FIBA Mate Dalmay, þjálfari Hauka.Vísir/Diego „Þetta hefði verið þjófnaður aldarinnar ef við hefðum náð að klára þetta. Við áttum aldrei skilið að vinna þennan leik, vorum bæði áhugalausir og lélegir,“ sagði svekktur Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. Mate var mjög ósáttur við sitt lið og sagðist ekki geta beðið eftir því að komast inn í klefa til að ræða við sína menn. En er hægt að útskýra þessa frammistöðu? „Við tökum Tindastól og Stjörnuna og ég held að menn hafi farið fram úr sér, haldið að við séum betri en við erum. Við þurfum að hafa mikið fyrir öllum sigrum í þessari deild. Eins og sést í dag þá höfum við ekkert efni á því að atvinnumennirnir okkar séu að skila fyrir neðan „avarage“ frammistöðum, því við erum ekki með neitt annað.“ „Örugglega vanmat á Grindavík en líka ofmat á okkur sjálfa.“ Mate segir að menn þurfi að koma á hverja einustu æfingu til að bæta sig, menn þurfi að fara upp á tærnar. „Það er voða gaman að vinna Stjörnuna á grísa flautakörfu og það var líka voða gaman að vinna Tindastól hérna. Raunveruleikinn er sá að við komumst fimmtán stigum yfir gegn Stjörnunni og glutruðum því niður og við lentum tuttugu stigum undir gegn Tindastól. Við náum ekki að tengja góðar frammistöður á milli leikhluta, hvað þá leikja.“ Mate var svo spurður út í tæknivilluna sem hann fékk í fjórða leikhluta. „Ég er búinn að koma því á framfæri við þá (dómarana). Þeir ætla að skoða þetta og senda á FIBA og fá þeirra skoðun. Pitts sparkar alltaf út löppunum, allan leikinn og fékk tvær-þrjár aðvaranir fyrir það. Svo kemur mikilvægt augnablik þar sem hann gerir þetta aftur og það kemur þvæluvíti. Það drepur alltaf augnablikið og það er ekki eins og það hafi einhvern tímann verið augnablik með okkur í dag,“ sagði Mate. Þetta er auðvelt sport Ólafur Ólafsson tekur skot.Vísir/Bára „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag. Óli var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Ólafur byrjaði fimm af fimm í þriggja stiga skotum í leiknum. „Ég er búinn að vera agalegur í síðustu fjórum-fimm leikjum, 1 af 36 eða eitthvað, ég ákvað að tæma hugann og skjóta fyrsta skotinu sem ég fékk. Það fór ofan í, ég hélt áfram að skjóta, fékk sjálfstraustið og þegar maður hittir þá heldur maður áfram að skjóta. Þetta er auðvelt sport.“ „Ég átti þetta klárlega inni, þetta var komið aðeins inn á sálina en ég náði einhvern veginn að rétta úr kútnum núna og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.“ Ólafur segir að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Ég hefði viljað klára þetta í venjulegum leiktíma, en alltaf gaman að fá eitthvað extra fyrir fólkið sem borgar fyrir að koma inn.“ Hann skoraði síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni og kom Grindavík í þokkalega þægilega stöðu, þremur stigum yfir fyrir lokasókn Hauka. „Ég var búinn að klikka á einhverjum þremur vítum, varð að setja þetta ofan í og gerði það sem betur fer.“ „Þetta var nauðsynlegur sigur og klárlega gleðilegri jól eftir þennan sigur. Við njótum kannski aðeins í kvöld en svo er það undirbúningur fyrir næsta leik sem er 30. des,“ sagði Ólafur að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti