Helgi Már eftir enn eitt tap KR: „Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 15. desember 2022 20:56 Helgi Már, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Bara hræðilega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig hann meti leikinn á móti Tindastóli í Subway-deild karla. KR tapaði að lokum, á heimavelli, með 27 stiga mun, lokatölur 77-104. Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn