Glódís Perla var að venju í hjarta varnarinnar hjá Bayern. Hinum megin á vellinum var Guðrún Arnardóttir í hjarta varnarinnar hjá Rosengård. Tainara de Souza da Silva kom Bayern yfir á 39. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
SUPERB header and @FCBfrauen take the lead
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2022
https://t.co/hOs3zGcJjX
https://t.co/be3UuJFruZ
https://t.co/Xx4jlgbxyl pic.twitter.com/o5dKMbHJAy
Glódís Perla nældi sér í gult spjald á 63. mínútu og þremur mínútum síðar tvöfaldaði Sydney Lohmann forystu Bæjara.
Make that two and @FCBfrauen are cruising to victory
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2022
https://t.co/hOs3zGcJjX
https://t.co/be3UuJFruZ
https://t.co/Xx4jlgbxyl pic.twitter.com/6mBHMYFeSm
Hin enska Georgia Stanway skoraði þriðja mark Bayern og Julia Landenberger bættu við mörkum og öruggur 4-0 sigur Bayern staðreynd.
RELENTLESS from @StanwayGeorgia to make it three
— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2022
https://t.co/hOs3zGcJjX
https://t.co/be3UuJFruZ
https://t.co/Xx4jlgbxyl pic.twitter.com/5xlj4HfWco
Bayern fór með sigrinum upp á topp D-riðils, um stundarsakir allavega. Sigurinn þýðir að Bayern er svo gott sem komið áfram. Vinni Barcelona sigur á Benfica síðar í kvöld þá er Bayern komið áfram í 8-liða úrslit.