„Það er ekki eðlilegt að það verði svona mörg slys“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2022 21:00 Móðir þriggja ára stelpu sem fótbrotnaði í trampólíngarðinum Rush vill að foreldrar séu meðvitaðir um hætturnar sem fylgt geta trampólínhoppi. Dóttir vinkonu hennar fótbrotnaði vikuna áður. Í sjónvarpsfréttinni má sjá hina þriggja ára Ragnheiði Nínu í skemmtigarðinum Rush fyrir stuttu að hoppa og skemmta sér. „Og er það bara að hoppa og hafa gaman, en svo bara gerist eitthvað. Virðist vera tempó vesen sem gerist. Hún er ekki að hoppa eitthvað svakalega. Það er eins og hún sé að koma af trampólíni þegar það heyrist smellur,“ sagði Margrét Erla Maack, móðir Ragnheiðar Nínu. „Voruð þið kannski í Rush?“ Smellur sem boðaði ekki gott. Ragnheiður Nína fótbrotnaði og þarf að vera í gipsi fram yfir jól. „Það sem kannski kom mest á óvart var að þegar farið var með hana upp á slysavarnarstofu þá var svolítið bara litið á klukkuna og sagt: Já það er sunnudagur og klukkan er ellefu, voruð þið kannski í Rush? Þannig það kom engum á óvart þarna að þetta væri eitthvað og svo þegar ég fór að tala um þetta á samfélagsmiðlum þá sé ég að barn vinkonu minnar Ásu, hún fótbrotnaði vikuna áður á sama stað.“ Hjalti Már Björnsson er læknir á bráðamóttökunni.sigurjón ólason Engar tölur eru til um fjölda trampólínslysa hjá Bráðamóttökunni en læknir segir slysin kunnugleg. „Því miður þá sjáum við þennan flokk af slysum svolítið hjá okkur á Bráðamóttökunni,“ sagði Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttökunni. Meiðslin séu aðallega beinbrot og í einstaka tilfellum hryggáverkar. Allri hreyfingu fylgi slysatíðni og mikilvægt að fólk fari varlega. Alltaf ætti einn að hoppa í einu. „Og sérstaklega hættulegt er ef það eru tveir að hoppa í einu af mismunandi stærð og þyngd.“ Gleðipinnar reka Rush og í samtali við fréttastofu segir markaðsstjórinn að tíðni óhappa sé mjög lág í ljósi fjöldans sem sækir garðinn. Reglum hafi verið breytt til að auka öryggi gesta og nú þurfi forráðamenn að fylgja börnum í svokallaða krakkatíma. Margrét segir að slys Ragnheiðar hafi gerst eftir að reglum var breytt enda hafi hún einmitt verið í þessum sérstaka krakkatíma. Með viðtalinu vill hún að foreldrar séu meðvitaðir um hættuna sem fylgt getur trampólínhoppi. „Það er áhætta ef þú átt barn að vakna á morgnanna og fara út úr húsi en það er hægt að minnka alls konar áhættur. Ef það væru börn að fótbrotna með viku millibili í sundlaugum Reykjavíkur þá væri eitthvað gert,“ segir Margrét. „Og maður er auðvitað látinn skrifa undir þegar maður kemur með barnið að þú berir ábyrgð á því, eðlilega. Það er mjög eðlilegt. En það er ekki eðlilegt að það verði svona mörg slys þarna, bara sem maður heyrir úr nærumhverfi sínu.“ Uppfært 16. desember klukkan 12:00: Samkvæmt upplýsingum kom umrædd breyting á öryggisverglum er varðar aldurstakmark í Rush trampólíngarðinn til framkvæmda laugardaginn 10. desember. Slysin sem vitnað er til í fréttunum áttu sér stað fyrir þann tíma. Slysavarnir Börn og uppeldi Landspítalinn Kópavogur Tengdar fréttir Tvö börn fótbrotin og Rush breytti reglunum Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 14. desember 2022 12:56 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni má sjá hina þriggja ára Ragnheiði Nínu í skemmtigarðinum Rush fyrir stuttu að hoppa og skemmta sér. „Og er það bara að hoppa og hafa gaman, en svo bara gerist eitthvað. Virðist vera tempó vesen sem gerist. Hún er ekki að hoppa eitthvað svakalega. Það er eins og hún sé að koma af trampólíni þegar það heyrist smellur,“ sagði Margrét Erla Maack, móðir Ragnheiðar Nínu. „Voruð þið kannski í Rush?“ Smellur sem boðaði ekki gott. Ragnheiður Nína fótbrotnaði og þarf að vera í gipsi fram yfir jól. „Það sem kannski kom mest á óvart var að þegar farið var með hana upp á slysavarnarstofu þá var svolítið bara litið á klukkuna og sagt: Já það er sunnudagur og klukkan er ellefu, voruð þið kannski í Rush? Þannig það kom engum á óvart þarna að þetta væri eitthvað og svo þegar ég fór að tala um þetta á samfélagsmiðlum þá sé ég að barn vinkonu minnar Ásu, hún fótbrotnaði vikuna áður á sama stað.“ Hjalti Már Björnsson er læknir á bráðamóttökunni.sigurjón ólason Engar tölur eru til um fjölda trampólínslysa hjá Bráðamóttökunni en læknir segir slysin kunnugleg. „Því miður þá sjáum við þennan flokk af slysum svolítið hjá okkur á Bráðamóttökunni,“ sagði Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttökunni. Meiðslin séu aðallega beinbrot og í einstaka tilfellum hryggáverkar. Allri hreyfingu fylgi slysatíðni og mikilvægt að fólk fari varlega. Alltaf ætti einn að hoppa í einu. „Og sérstaklega hættulegt er ef það eru tveir að hoppa í einu af mismunandi stærð og þyngd.“ Gleðipinnar reka Rush og í samtali við fréttastofu segir markaðsstjórinn að tíðni óhappa sé mjög lág í ljósi fjöldans sem sækir garðinn. Reglum hafi verið breytt til að auka öryggi gesta og nú þurfi forráðamenn að fylgja börnum í svokallaða krakkatíma. Margrét segir að slys Ragnheiðar hafi gerst eftir að reglum var breytt enda hafi hún einmitt verið í þessum sérstaka krakkatíma. Með viðtalinu vill hún að foreldrar séu meðvitaðir um hættuna sem fylgt getur trampólínhoppi. „Það er áhætta ef þú átt barn að vakna á morgnanna og fara út úr húsi en það er hægt að minnka alls konar áhættur. Ef það væru börn að fótbrotna með viku millibili í sundlaugum Reykjavíkur þá væri eitthvað gert,“ segir Margrét. „Og maður er auðvitað látinn skrifa undir þegar maður kemur með barnið að þú berir ábyrgð á því, eðlilega. Það er mjög eðlilegt. En það er ekki eðlilegt að það verði svona mörg slys þarna, bara sem maður heyrir úr nærumhverfi sínu.“ Uppfært 16. desember klukkan 12:00: Samkvæmt upplýsingum kom umrædd breyting á öryggisverglum er varðar aldurstakmark í Rush trampólíngarðinn til framkvæmda laugardaginn 10. desember. Slysin sem vitnað er til í fréttunum áttu sér stað fyrir þann tíma.
Slysavarnir Börn og uppeldi Landspítalinn Kópavogur Tengdar fréttir Tvö börn fótbrotin og Rush breytti reglunum Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 14. desember 2022 12:56 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Tvö börn fótbrotin og Rush breytti reglunum Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 14. desember 2022 12:56