Tíu heppin fá að skemmta sér á skútu með Söru Sigmunds í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir er vinsæll keppandi í CrossFit heiminum og það má búast að margir vilja komast á þessa skútu. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir byrjar nýtt ár á því að keppa á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami á Flórída. Sara fékk boð á mótið og ætlar þar eflaust að reyna að eyða minningunni frá því í Miami í fyrra þegar hún varð að hætta á miðju móti vegna meiðsla. Það eru líka margir spenntir að sjá hvað Sara ætlar að gera á árinu 2023 eftir að hafa misst af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og ekki verið fullfrísk á árinu 2022 eftir að hún var enn að ná fullum styrk á ný eftir krossbandsslit. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Nú hefur Sara fengið góðan tíma til að komast yfir meiðslin og áður en kemur að opna hlutanum í baráttunni um sæti á heimsleikunum þá ætlar Sara að keppa á þessu sterka móti i Flórída. Sara er vinsæll keppandi á CrossFit mótunum eins og hefur sýnt sig þegar hún hefur boðið aðdáendum upp á að hitta sig. Nú geta aðdáendur hennar hitt hana á sérstökum stað. Sara ætlar nefnilega að bjóða tíu heppnum aðdáendum sínum að eyða með sér tíma á seglskútu í höfninni við Miami borg. Miðvikudaginn 11. janúar mun hún taka á móti þeim heppnu sem allir mega taka með sér einn gest. „Hver vill hitta mig og starfsfólk Spacer mobility á skútu í Miami. Ég hef aldrei verið á skútu áður þannig að ég mjög spennt,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Til þess að koma til greina þá þurfa áhugasamir að koma með athugasemd við Instagram færslu Söru, hér fyrir neðan, og merkja vininn sem þú vilt taka með. Sara ætlar að draga út tíu vinningshafa 21. desember næstkomandi en fyrir áhugasama á Íslandi þá er þetta aðeins boð um að vera á skútunni en þeir hinir sömu þurfa að koma sér sjálfir til Flórída. Sara segist hlakka mikið til og þeir sem þekkja til hennar ættu að vita að þetta gæti orðið mjög skemmtilegur dagur á skútunni. Mótið sjálft hefst síðan daginn eftir, 12.janúar og stendur til 15. janúar. CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Sara fékk boð á mótið og ætlar þar eflaust að reyna að eyða minningunni frá því í Miami í fyrra þegar hún varð að hætta á miðju móti vegna meiðsla. Það eru líka margir spenntir að sjá hvað Sara ætlar að gera á árinu 2023 eftir að hafa misst af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og ekki verið fullfrísk á árinu 2022 eftir að hún var enn að ná fullum styrk á ný eftir krossbandsslit. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Nú hefur Sara fengið góðan tíma til að komast yfir meiðslin og áður en kemur að opna hlutanum í baráttunni um sæti á heimsleikunum þá ætlar Sara að keppa á þessu sterka móti i Flórída. Sara er vinsæll keppandi á CrossFit mótunum eins og hefur sýnt sig þegar hún hefur boðið aðdáendum upp á að hitta sig. Nú geta aðdáendur hennar hitt hana á sérstökum stað. Sara ætlar nefnilega að bjóða tíu heppnum aðdáendum sínum að eyða með sér tíma á seglskútu í höfninni við Miami borg. Miðvikudaginn 11. janúar mun hún taka á móti þeim heppnu sem allir mega taka með sér einn gest. „Hver vill hitta mig og starfsfólk Spacer mobility á skútu í Miami. Ég hef aldrei verið á skútu áður þannig að ég mjög spennt,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Til þess að koma til greina þá þurfa áhugasamir að koma með athugasemd við Instagram færslu Söru, hér fyrir neðan, og merkja vininn sem þú vilt taka með. Sara ætlar að draga út tíu vinningshafa 21. desember næstkomandi en fyrir áhugasama á Íslandi þá er þetta aðeins boð um að vera á skútunni en þeir hinir sömu þurfa að koma sér sjálfir til Flórída. Sara segist hlakka mikið til og þeir sem þekkja til hennar ættu að vita að þetta gæti orðið mjög skemmtilegur dagur á skútunni. Mótið sjálft hefst síðan daginn eftir, 12.janúar og stendur til 15. janúar.
CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira