Verðbólgin heimili Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. desember 2022 08:02 Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun