Þórunn treystir á mátt samfélagsmiðla í þeirri von að jólakraftaverk gerist og fjölskyldan komist í nýtt leiguhúsnæði fyrir jól. Hún birti með mynd sem sýnir vel áhrifin af ástandinu en hún segir að húsnæði þeirra hafi verið heilsuspillandi.
„Hér má sjá andlit mitt eftir að það að búa í heilsuspillandi mygla hefur veikt ónæmiskerfið mitt það mikið að þetta er útkoman er ég kemst i tæri við myglu eða hreinlega toxic ilmefni, mýkingarefni, sterk þvotta efni osfv sem ónæmiskerfið flokkar á sama hátt meðan maður nær bata. Fjölefnaóþol svokallað. Hressandi i skammdeginu.“
Fjölskyldan leitar að langtímaleiguhúsnæði, helst nálægt Vesturbæ.
„Svo ég breytist ekki varanlega i fíla manninn.“
Þórunn á tvö börn, þriggja og átta ára, og hefur verið án húsnæðis síðan í lok október samkvæmt Facebook „vegna framkvæmda vegna heilsuspillandi leiguhúsnæðis.“