Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 21:55 Leiðtogar færeysku flokkanna í sjónvarpskappræðum Kringvarpsins. Kringvarpið Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja. Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja: Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja:
Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila