Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 21:55 Leiðtogar færeysku flokkanna í sjónvarpskappræðum Kringvarpsins. Kringvarpið Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja. Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja: Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja:
Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34