Tölvuleikjafíkn – þarf eitthvað að hafa áhyggjur? Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. desember 2022 09:00 Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi. Börnin þeirra þrjú væru að berjast við hegðunarfíknavanda eða tölvuleikjafíkn eftir að hafa ánetjast leiknum. Hegðunarfíkn er tiltölulega nýtt hugtak. Það var ekki fyrr en árið 2013 sem hugtakinu hegðunarfíkn var bætt við opinbera flokkun geðrænna greininga (DSM-5) og árið í 2019 í alþjóðlega tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (ICD-11). Samkvæmt þessum sömu stöðlum eru tvær hegðunarfíknir skráðar sem slíkar: fjárhættuspilafíkn og tölvuleikjafíkn. Þess má geta að annars konar „hegðunarfíkn“ sem í daglegu tali er oft vísað til, eins og kynlífsfíkn, matarfíkn og átröskun eru ekki viðurkenndar sem hegðunarfíknir samkvæmt opinberum stöðlum. Meginástæðan er skortur á viðurkenndum rannsóknum og sönnunum þess efnis. Margir telja hinsvegar að stutt sé í að internetfíkn verði skilgreind sem slík og bætt við næstu opinberu flokkun eða DSM-6. Þegar er hægt að finna sumarnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri sem berjast við tölvuleikjafíkn og internetfíkn, og meðferðarstöðvum fyrir tölvuleikjafíkn hefur skotið upp eins og gorkúlum. Það þarf ekki annað en slá inn leitarorðinu „Gaming Treatment Center“. Eins og með aðra fíknisjúkdóma má ætla að hættan aukist því yngri sem neysla eða notkun hefst. Hvað er þá til ráða? Fyrir utan að stefna Epic Games eins og foreldrarnir í Canada, er mikilvægt að fræða börn og unglinga og reyna að seinka eða takmarka aðgang að tölvuleikjum og internetinu. Í öllu falli er þetta [vanda]mál sem þarf að horfast í augu við og opna umræðuna fyrir. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College og rithöfundur. Heimildir: https://www.lemonde.fr/pixels/article/2022/12/12/accuse-de-creer-une-dependance-le-jeu-video-fortnite-poursuivi-en-justice_6154067_4408996.htmlhttps://www.who.int/standards/classifications/frequently-asked-questions/gaming-disorderhttps://www.psychiatry.org/patients-families/internet-gaminghttps://www.summerlandcamps.com/gaming-addiction/summer-camp-video-game-addiction/https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3480687/
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun