Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 13:49 Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í haust. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“ Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“
Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31
Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57