Lífið

Eros Ramazzotti heldur tón­leika í Laugar­dals­höll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eros Ramazzotti á tónleikum í Mexíkó í nóvember.
Eros Ramazzotti á tónleikum í Mexíkó í nóvember. Medios y Media/Getty Images

Stórstjarnan ítalska Eros Ramazzotti er á leiðinni til Íslands. Hann heldur tónleika í Laugardalshöll þann 26. ágúst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Live Events.

„Ramazzotti hóf tónleikaferð sína um heiminn í október með gríðarlega vel heppnuðum tónleikum í Norður- og Suður Ameríku. Hann mun halda ferðinni áfram í febrúar 2023 þegar Evrópuhluti tónleikaferðarinnar hefst og eru bókaðir yfir 50 tónleikar,“ segir í tilkynningunni.

Ramazzotti mun síðan ljúka ferðinni á stórtónleikum í Laugardalshöll ásamt hljómsveit sinn laugardaginn 26. ágúst 2023.

Á tónleikunum mun Eros spila öll sín helstu lög frá farsælum ferli sem spannar 35 ár ásamt lögum af nýju plötunni sinni Battito Infinito sem kom út 15. september. 

Miðasala hefst þriðjudaginn 13. desember klukkan 12 á Midix.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×