Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2022 14:30 Ragnar Þór undirritar kjarasamninginn í Karphúsinu á öðrum tímanum. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Greint var frá því nokkuð óvænt á tólfta tímanum í dag að samningar hefðu náðst. Maraþonfundarhelgi lauk á fimmta tímanum í nótt og engar vísbendingar um að búið væri að nást samkomulag. Hálftíma eða svo tók að skrifa undir samningana í Karphúsinu. Bæði þarf að undirrita mörg skjöl og um leið margir að undirrita þessi sömu skjöl. Að því loknu voru forystusauðirnir boðaðir inn í annað herbergi með fjölda ljósmyndara til að taka hópmynd. Beðið var eftir því að Ragnar Þór mætti. „Hvar er Ragnar?“, „fór Ragnar beint í vöfflurnar?“ var spurt. Svo var ákveðið að ljósmyndaherinn tæki sínar myndir. Viðsemjendur brostu, gerðu grín og hlýddu tilmælum ljósmyndara varðandi uppstillingu. Ekkert sást þó til Ragnars Þórs en nokkru síðar sást hann á ganginum og hélt út úr húsakynnum Ríkissáttasemjara. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Beiðnum fjölmiðlamanna á staðnum um viðtal var hafnað. Þá hefur fréttastofa ekki náð tali af Ragnari síðan. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. SA og SGS skrifuðu undir samning fyrir rúmri viku, samning sem formaður SGS fagnaði en Ragnar Þór gagnrýndi. Hann sagði samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir undirritun þess samnings. „Eins og ég hef sagt þá hefði það verið óskastaðan ef hreyfingin hefði verið svona sameinaðari í þessarði nálgun. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að möguleikar okkar til þess að ná kannski meiri og betri eða stærri aðgerðapökkum frá stjórnvöldum og síðan önnur mál sem að geta verið öllum félögum mikilvæg, sameiginleg mál. Við hefðum átt meiri möguleika þar já,“ sagði Ragnar. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ylvolga kjarasamninginn sem skrifað var undir á öðrum tímanum. Uppfært klukkan 15:35 Ragnar Þór tjáði fréttastofu rétt í þessu að hann ætlaði ekkert að tjá sig í dag. Hann væri varla búinn að sofa alla helgina og ætlaði að bíða með að ræða við fólk þangað til á morgun. Þá stóð í fyrri útgáfu fréttarinnar að þess hefði verið beðið að Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, kæmi í myndatökuna. Hún upplýsti fréttastofu síðar að hún hefði ekki verið boðuð í myndatökuna. Enda hefði hún annars að sjálfsögðu mætt í hana.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira