Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 14:37 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gæddi sér á vöfflu eftir að kjarasamningar voru innsiglaðir af sérstakri nautn eftir langa og stranga lotu undanfarna sólarhringa. Vísir/Vilhelm Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01