Erlent

Skaut þrjár konur til bana og særði fjögur í Róm

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað á kaffihúsi í Fidene-hverfinu í Róm í gær.
Árásin átti sér stað á kaffihúsi í Fidene-hverfinu í Róm í gær. EPA

Þrjár konur létu lífið og fjórir aðrir særðust þegar maður hóf skothríð á kaffihúsi í ítölsku höfuðborginni Róm í gær.

Fólkið var saman komið á kaffihúsinu á hverfisráðsfundi og hafa ítalskir miðlar greint frá því að árásarmaðurinn hafi átt í hatrömmum deildum við hverfisráðið. Á meðal hinna látnu er vinkona nýkjörins forsætisráðherra Ítalíu, Giorgiu Meloni.

Árásarmaðurinn var er fimmtíu og sjö ára gamall og í haldi lögreglu. Hann mun hafa notað byssu sem stolið var af skotsvæði fyrir nokkru síðan.

Gestir kaffihússins, sem er í Fidene-hverfinu í Róm réðust að manninum og yfirbuguðu áður en hann gat hleypt af fleiri skotum.

Hin særðu eru tvær konu og tveir karlmenn og er eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi.

Meloni tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu í október síðastliðinn, fyrst kvenna. Flokkar á hægri væng stjórnmálanna á Ítalíu náðu saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar að loknum þingkosningum sem fram fóru í september síðastliðinn.

Meloni (fyrir miðju á myndinni) birti mynd á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún minnist vinkonu sinnar, Nicoletta Golisano (til hægri á myndinni), sem lést í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×