Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 17:31 Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Marel Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Marel. Hjalti Þórarinsson, sem undanfarin 5 ár hefur leitt Software Solutions, verður Marel áfram til ráðgjafar á næstu misserum. Viðar starfaði áður hjá Össuri, þar sem hann leiddi svið upplýsingatækni og stafrænna lausna. Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Viðar hóf fyrst störf hjá Marel árið 2000 sem verkfræðingur í rannsóknum og þróun. Hann hefur gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan fyrirtækisins allt þar til hann lét af störfum árið 2020, þá sem framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar. Þá lék hann lykilhutverk í þróun Sensor X tækni Marel og þeim frábæra árangri sem lausnin hefur náð á markaði. Sensor X umbylti öryggi og gæðum matvæla og margir framsýnustu matvælaframleiðendur heims nýta lausnina til að greina bein og aðra aðskotahluti í matvælum. Viðar er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Danmörku og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kemur fram í tilkynningunni að við innleiðingu nýs skipulags sem kynnt var á dögunum, verði Marel Software Solutions eitt sjö tekjusviða Marel. Þannig verður skerpt á heildrænni yfirsýn og ábyrgð samhliða því að fyrirtækið heldur áfram að efla stafrænt framboð til viðskiptavina. „Ég fagna því að fá Viðar aftur til starfa hjá Marel. Viðar hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum hjá félaginu og undanfarin ár hefur hann dýpkað þekkingu sína á sviði hugbúnaðarlausna hjá Össuri. Ég er sannfærður um að Viðar muni leiða Software Solutions hjá Marel til árangurs með farsælum hætti. Stöðug þróun og markaðssetning stafrænna lausna er lykildrifkraftur metnaðarfullrar framtíðarsýnar og vaxtarmarkmiða Marel,“ segir Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel. Vistaskipti Reykjavík Marel Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað E. coli í frönskum osti Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Marel. Hjalti Þórarinsson, sem undanfarin 5 ár hefur leitt Software Solutions, verður Marel áfram til ráðgjafar á næstu misserum. Viðar starfaði áður hjá Össuri, þar sem hann leiddi svið upplýsingatækni og stafrænna lausna. Fram kemur í tilkynningunni að Viðar eigi að baki langan og farsælan feril hjá Marel sem spannar yfir 20 ár. Viðar hóf fyrst störf hjá Marel árið 2000 sem verkfræðingur í rannsóknum og þróun. Hann hefur gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan fyrirtækisins allt þar til hann lét af störfum árið 2020, þá sem framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar. Þá lék hann lykilhutverk í þróun Sensor X tækni Marel og þeim frábæra árangri sem lausnin hefur náð á markaði. Sensor X umbylti öryggi og gæðum matvæla og margir framsýnustu matvælaframleiðendur heims nýta lausnina til að greina bein og aðra aðskotahluti í matvælum. Viðar er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Danmörku og B.Sc. gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kemur fram í tilkynningunni að við innleiðingu nýs skipulags sem kynnt var á dögunum, verði Marel Software Solutions eitt sjö tekjusviða Marel. Þannig verður skerpt á heildrænni yfirsýn og ábyrgð samhliða því að fyrirtækið heldur áfram að efla stafrænt framboð til viðskiptavina. „Ég fagna því að fá Viðar aftur til starfa hjá Marel. Viðar hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika í fyrri störfum hjá félaginu og undanfarin ár hefur hann dýpkað þekkingu sína á sviði hugbúnaðarlausna hjá Össuri. Ég er sannfærður um að Viðar muni leiða Software Solutions hjá Marel til árangurs með farsælum hætti. Stöðug þróun og markaðssetning stafrænna lausna er lykildrifkraftur metnaðarfullrar framtíðarsýnar og vaxtarmarkmiða Marel,“ segir Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel.
Vistaskipti Reykjavík Marel Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað E. coli í frönskum osti Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Sjá meira