Hreyfiaflið í opinberum innkaupum Harpa Júlíusdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir skrifa 12. desember 2022 07:00 Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun