Erlent

Norska lögreglan skaut mann á hjólaskóflu til bana

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í sveitarfélaginu Lavangen í Troms. 
Atvikið átti sér stað í sveitarfélaginu Lavangen í Troms.  Wolfgang Kaehler/LightRocket via Getty Images

Norska lögreglan skaut mann til bana í nótt í sveitarfélaginu Lavangen í Troms í Noregi.

Enn er óljóst með málsatvik en lögregla hafði verið kölluð að einhvers konar heilbrigðisstofnun í bænum rétt fyrir klukkan tvö í nótt að norskum tíma.

Þegar hún kom á svæðið var maðurinn fyrir utan bygginguna á stórri hjólaskóflu og segir í Verdens gang að hann hafi ógnað lögreglumönnunum á staðnum, líklega með því að reyna að aka á þá.

Hann var skotinn áður en lögreglumenn sakaði og segir lögreglustjórinn Astrid Nilsen að málið verði nú rannsakað af þar til gerðri nefnd sem kölluð er til þegar lögregla beitir skotvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×