Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2022 07:24 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, var ánægður á kjörstað í gær og eftir talningu atkvæða. Javnaðarflokkurin Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra. Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra.
Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn)
Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49