Íslensk listakona á Art Basel í Miami Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 María Guðjohnsen var með verk til sýnis á Art Basel í Miami. Aðsend „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti. Stafræn list komin til að vera María segir heiðurinn vera mikinn þar sem listform hennar þyki ekki beint klassískt en hún sérhæfir sig í starfrænni list. „Stafræna listin hefur oft ekki verið alveg samþykkt af listheiminum en það er samt að breytast mjög mikið núna. Art Basel er framsækin hátíð og það var virkilega gaman að sjá hvað stafræn list er að festa sig í sessi.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Aðspurð hvernig hún fékk tækifæri til að vera með á hátíðinni segir María: „Ég var ráðin sem sýningarstjóri (e. curator) inn í hóp sem heitir lonely.Rocks sem er safn af sjálfsmyndum. Ég curate-aði meðal annars mitt eigið verk inn í sýninguna sem er 3D skönnuð sjálfsmynd af mér. Við vorum með bás á Untitled, sem var eitt af aðal tjöldunum þarna á ströndinni á Miami.“ Þrívíddar skönnuð sjálfsmynd sem María gerði af sjálfri sér.Maria Guðjohnsen Erfitt og einangrandi Daglegt líf listamannsins er ekki endilega það sem fólk ímyndar sér en María segist eyða miklum tíma með sjálfri sér í starfinu. „Ég vinn í tölvu og sit marga klukkutíma á dag sem getur verið frekar erfitt og einangrandi. Ég er dugleg að mæta á viðburði og ráðstefnur og hitta aðra sem gera það sama og ég. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera hérna í senunni í New York, það er mjög auðvelt að kynnast könum og ég er allt í einu komin í sömu kreðsu og listamenn sem að ég hef lengi litið upp til.“ María vann einnig að því að setja saman verk fyrir Art Basel.Aðsend Sýningar erlendis og heima Það er mikið um að vera hjá Maríu og ýmislegt spennandi á döfinni. „Ég er með aðra opnun hérna á samsýningu í East Village á morgun þar sem ég er að sýna AR prent. Það eru prent sem virka með gagnaukinn veruleika, sem verða að hreyfimynd þegar síminn er notaður til að skoða þau. Ég tek svo þátt í samsýningu í Hafnarborg í vor. Ég er líka að vinna að einkasýningu sem verður á næsta ári á Íslandi sem að ég er búin að vera að vinna að í smá tíma sem fjallar um að rísa upp eftir dauða sem gervigreind,“ segir María að lokum. View this post on Instagram A post shared by XR MOTION (@xrmotion) Myndlist Menning Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Býr til útópíska heima María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni. 9. mars 2022 15:30 Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stafræn list komin til að vera María segir heiðurinn vera mikinn þar sem listform hennar þyki ekki beint klassískt en hún sérhæfir sig í starfrænni list. „Stafræna listin hefur oft ekki verið alveg samþykkt af listheiminum en það er samt að breytast mjög mikið núna. Art Basel er framsækin hátíð og það var virkilega gaman að sjá hvað stafræn list er að festa sig í sessi.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Aðspurð hvernig hún fékk tækifæri til að vera með á hátíðinni segir María: „Ég var ráðin sem sýningarstjóri (e. curator) inn í hóp sem heitir lonely.Rocks sem er safn af sjálfsmyndum. Ég curate-aði meðal annars mitt eigið verk inn í sýninguna sem er 3D skönnuð sjálfsmynd af mér. Við vorum með bás á Untitled, sem var eitt af aðal tjöldunum þarna á ströndinni á Miami.“ Þrívíddar skönnuð sjálfsmynd sem María gerði af sjálfri sér.Maria Guðjohnsen Erfitt og einangrandi Daglegt líf listamannsins er ekki endilega það sem fólk ímyndar sér en María segist eyða miklum tíma með sjálfri sér í starfinu. „Ég vinn í tölvu og sit marga klukkutíma á dag sem getur verið frekar erfitt og einangrandi. Ég er dugleg að mæta á viðburði og ráðstefnur og hitta aðra sem gera það sama og ég. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera hérna í senunni í New York, það er mjög auðvelt að kynnast könum og ég er allt í einu komin í sömu kreðsu og listamenn sem að ég hef lengi litið upp til.“ María vann einnig að því að setja saman verk fyrir Art Basel.Aðsend Sýningar erlendis og heima Það er mikið um að vera hjá Maríu og ýmislegt spennandi á döfinni. „Ég er með aðra opnun hérna á samsýningu í East Village á morgun þar sem ég er að sýna AR prent. Það eru prent sem virka með gagnaukinn veruleika, sem verða að hreyfimynd þegar síminn er notaður til að skoða þau. Ég tek svo þátt í samsýningu í Hafnarborg í vor. Ég er líka að vinna að einkasýningu sem verður á næsta ári á Íslandi sem að ég er búin að vera að vinna að í smá tíma sem fjallar um að rísa upp eftir dauða sem gervigreind,“ segir María að lokum. View this post on Instagram A post shared by XR MOTION (@xrmotion)
Myndlist Menning Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Býr til útópíska heima María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni. 9. mars 2022 15:30 Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Býr til útópíska heima María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni. 9. mars 2022 15:30
Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02