„Hálfur þingmaður“ saklaust bull, en hálfur sannleikur alvarlegt mál Ole Anton Bieltvedt skrifar 8. desember 2022 15:31 Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru – að rembast við, eins og rjúpa við staur, að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Er þar engu til sparað, ekki bara í hálfum sannleika, heldur beinlínis í rangfærslum og ósannindum. Hjörtur nokkur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum; fyrir hann. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagfræðingurinn skrifaði grein hér á Vísi 7. desember undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“. Fyrir mér ekki sérlega gáfuleg fyrirsögn, mætti helzt kalla aulafyndni, en með þessari fyrirsögn vildi sagnfræðingurinn gera lítið úr þeirri frásögn minni í öðru blaði, að, ef við gengjum að fullu í ESB, myndum við fá 6 fulltrúa á Evrópuþingið. Þetta fannst sagnfræðingnum ómerkilegt, slík aðkoma væri einskis virði, minna en 1% af þingmönnum, og jafngilti slíkt því, að menn réðu fyrir hálfum þingmanni á Alþingi. Það sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Annað eins flopp. Í nefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feykilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra – og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: Skattlagning Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál Samskipti og samningar ESB við önnur ríki Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Það væri kannske ráð fyrir sagnfræðinginn, að snúa sér að einhverju öðru, nema sérstaklega vel sé greitt. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru – að rembast við, eins og rjúpa við staur, að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Er þar engu til sparað, ekki bara í hálfum sannleika, heldur beinlínis í rangfærslum og ósannindum. Hjörtur nokkur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum; fyrir hann. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagfræðingurinn skrifaði grein hér á Vísi 7. desember undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“. Fyrir mér ekki sérlega gáfuleg fyrirsögn, mætti helzt kalla aulafyndni, en með þessari fyrirsögn vildi sagnfræðingurinn gera lítið úr þeirri frásögn minni í öðru blaði, að, ef við gengjum að fullu í ESB, myndum við fá 6 fulltrúa á Evrópuþingið. Þetta fannst sagnfræðingnum ómerkilegt, slík aðkoma væri einskis virði, minna en 1% af þingmönnum, og jafngilti slíkt því, að menn réðu fyrir hálfum þingmanni á Alþingi. Það sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Annað eins flopp. Í nefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feykilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra – og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: Skattlagning Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál Samskipti og samningar ESB við önnur ríki Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Það væri kannske ráð fyrir sagnfræðinginn, að snúa sér að einhverju öðru, nema sérstaklega vel sé greitt. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun