Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 14:48 Hulda Elsa Björgvinsdóttir er aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/JóiK Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“ Lögreglan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“
Lögreglan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira