Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 14:48 Hulda Elsa Björgvinsdóttir er aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/JóiK Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“ Lögreglan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“
Lögreglan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira