Gordon var nú síðast handtekinn í þriðja sinn á tveimur mánuðum en ástæðan sýnir kannski hversu staðan á honum er slæm.
Gordan var handtekinn eftir að hann reyndi að stinga fólk af handahófi með saumanálum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Harlem.
Gordon hefur tjáð sig um sín andlegu veikindi og nú þarf hann augljóslega á hjálp að halda.
Í október var hann sakaður um að slá tíu ára son sinn á almannafæri á flugvelli í New York City.
Mánuði síðar var hann handtekinn fyrir að slá tvo öryggisverði á McDonalds í Chicago eldsnemma um morgun. Öryggisverðirnir voru að fylgja Gordon út af staðnum en ekki er vita vegna hvers.
Ben Gordon lék í ellefu tímabil í NBA-deildinni með liðum Chicago Bulls, Detroit Pistons, Charlotte Bobcats og Orlando Magic. Hann lagði skóna á hilluna eftir 2014-15 tímabilið.
Gordon var með 14,9 stig að meðaltali í leik í 744 leikjum á NBA-ferlinum en á sinni bestu leiktíð, 2008-09 með Chicago Bulls, skoraði hann 20,7 stig í leik og spilaði þá alla 82 leikina.
Former NBA player Ben Gordon was detained after witnesses say he was trying to stab people with sewing needles. Cam Ron explains the situation here pic.twitter.com/5btZdTIr6k
— AuxGod (@AuxGod_) December 7, 2022