Skýr skref í þágu löggæslunnar Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 6. desember 2022 11:30 Við höfum öll orðin vör við aukna hörku og breyttar aðstæður í glæpastarfsemi á Íslandi. Síðustu vikur hafa fregnir af hrottalegum árásum og auknum umsvifum glæpasamtaka verið daglegt brauð. Lögreglan gerir allt sem hún getur með þann mannafla og þá tækni sem hún hefur í höndum sér, en þó sjáum við íbúa óttaslegna við þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Með stöðugri þróun glæpasamtaka, t.d. með aukinni notkun internetisins, hefur reynst sífellt erfiðara að rannsaka starfsemi þeirra og fara í viðeigandi aðgerðir. Það er öllum ljóst að taka þurfi á þessum málaflokki af krafti og styðja löggæsluna í sínum viðbrögðum við nýjan veruleika. Til þess að halda uppi reglu og koma í veg fyrir glæpi þarf að stíga ákveðin skref í rannsóknum, greiningum og viðbrögðum. Löggæslan komin að þolmörkum Allir fasar löggæslunnar eru komnir að þolmörkum. Lögreglustjórar hafa þurft að hagræða hverri krónu, lögreglan er undirmönnuð og fangelsin þarfnast umbótunar. Verkefnin eru fjölmörg og við þurfum að klára þau svo að hægt sé að bregðast við breyttum aðstæðum af ákveðni. Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með auknum fjárveitingum til almennrar löggæslu, Landhelgisgæslunnar og fangelsanna. Með auknum fjárveitingum geta viðbragðsaðilar okkar og rannsakendur verið betur í stakk búnir til að mæta sífellt flóknari verkefnum. Sjaldséð aukning Ríkisstjórnin hyggst auka fjárframlög um 2,5 milljarða króna frá því sem upphaflega var áætlað. Af þessu eiga 900 milljónir króna að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða og 500 milljónir í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta eru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni að styðja skuli við löggæslu landsins. Slíkur stuðningur við löggæsluna hefur ekki sést í langan tíma, marga áratugi, og gerir okkur kleift að bregðast við ástandinu í dag af krafti. Mikilvægi frumkvæðislöggæslu Ásamt þessu mun lögreglan geta unnið enn frekar í þágu forvarna. Oft er horft fram hjá mikilvægi forvarnarstarfs lögreglunnar, en bestu aðgerðirnar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Með öflugu forvarnarstarfi er hægt að koma í veg fyrir að ungmenni taki ranga beygju á lífsleiðinni. Það er ungmennum og samfélaginu í heild til hagsbóta. Undirrituð fagnar því að efla skuli löggæslu landsins og tryggja það að við Íslendingar búum í enn öruggara landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Við höfum öll orðin vör við aukna hörku og breyttar aðstæður í glæpastarfsemi á Íslandi. Síðustu vikur hafa fregnir af hrottalegum árásum og auknum umsvifum glæpasamtaka verið daglegt brauð. Lögreglan gerir allt sem hún getur með þann mannafla og þá tækni sem hún hefur í höndum sér, en þó sjáum við íbúa óttaslegna við þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Með stöðugri þróun glæpasamtaka, t.d. með aukinni notkun internetisins, hefur reynst sífellt erfiðara að rannsaka starfsemi þeirra og fara í viðeigandi aðgerðir. Það er öllum ljóst að taka þurfi á þessum málaflokki af krafti og styðja löggæsluna í sínum viðbrögðum við nýjan veruleika. Til þess að halda uppi reglu og koma í veg fyrir glæpi þarf að stíga ákveðin skref í rannsóknum, greiningum og viðbrögðum. Löggæslan komin að þolmörkum Allir fasar löggæslunnar eru komnir að þolmörkum. Lögreglustjórar hafa þurft að hagræða hverri krónu, lögreglan er undirmönnuð og fangelsin þarfnast umbótunar. Verkefnin eru fjölmörg og við þurfum að klára þau svo að hægt sé að bregðast við breyttum aðstæðum af ákveðni. Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með auknum fjárveitingum til almennrar löggæslu, Landhelgisgæslunnar og fangelsanna. Með auknum fjárveitingum geta viðbragðsaðilar okkar og rannsakendur verið betur í stakk búnir til að mæta sífellt flóknari verkefnum. Sjaldséð aukning Ríkisstjórnin hyggst auka fjárframlög um 2,5 milljarða króna frá því sem upphaflega var áætlað. Af þessu eiga 900 milljónir króna að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða og 500 milljónir í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta eru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni að styðja skuli við löggæslu landsins. Slíkur stuðningur við löggæsluna hefur ekki sést í langan tíma, marga áratugi, og gerir okkur kleift að bregðast við ástandinu í dag af krafti. Mikilvægi frumkvæðislöggæslu Ásamt þessu mun lögreglan geta unnið enn frekar í þágu forvarna. Oft er horft fram hjá mikilvægi forvarnarstarfs lögreglunnar, en bestu aðgerðirnar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Með öflugu forvarnarstarfi er hægt að koma í veg fyrir að ungmenni taki ranga beygju á lífsleiðinni. Það er ungmennum og samfélaginu í heild til hagsbóta. Undirrituð fagnar því að efla skuli löggæslu landsins og tryggja það að við Íslendingar búum í enn öruggara landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun