Segir stöðuna þunga og viðurkennir sundrung innan ASÍ Margrét Björk Jónsdóttir og Telma Tómasson skrifa 4. desember 2022 20:47 Kristján Þórður Snæbjarnarson viðurkennir að það sé ákveðin sundrung innan ASÍ Stöð 2/Steingrímur Dúi Forseti ASÍ segir stöðuna í kjaramálum mjög þunga. Tíminn þurfi að leiða í ljós hvort beita þurfi átökum til að knýja fram samninga fyrir hans hóp. Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og formaður Rafiðnarsambands Íslands. Kristján var gestur Telmu Tómasson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Telma spurði hann út í ummæli hans varðandi það að undirritaður samningur SGS henti ekki félagsmönnum hans, og spurði jafnframt hvort þau væru jafn óánægð og Efling og færu fram á sömu hækkun. „Staðan og hóparnir eru mjög misjafnir. Við sem erum í forsvari iðn- og tæknifólks erum auðvitað að horfa á þann hóp, hvernig við náum að sækja á aukinn kaupmátt launa í þeim hópi. Við teljum að það þurfi að fara aðra leið til að ná því marki hjá okkur. Það er það sem við erum að benda á með þessu“, svaraði Kristján. Staðan mjög þung Aðspurður um hvort harka væri hlaupin í málið og hvað væri framundan næstu daga og vikur, sagði Kristján að staðan væri orðin mjög þung. „Við höfum setið við samningaborðið til að reyna að knýja fram samninga. Það ferli hefur tekið óþarflega langan tíma og við erum orðin óþolinmóð í okkar hópi að ná kjarasamningi fyrir okkar fólk. Hvort það þurfi að beita átökum þarf að koma í ljós, en við erum til reiðu að reyna ná samningum, sitja við borðið og fara yfir það sem þarf fyrir okkar hóp. Tíminn þarf bara að leiða í ljós hvort það þurfi að beita meiri hörku, en það kemur í ljós mjög fljótt, myndi ég telja.“ Þetta er mjög pólítískt svar, en hvernig er stemningin í ykkar hóp? „Já, stemningin er þung. Það er bara þannig. Hópurinn er tilbúinn til þess að fara í verkefnið, að semja, en er jafnframt tilbúinn til þess að beita sér ef þörf krefur. Það er sú staða sem er uppi hjá okkur.“ Ákveðin sundrung í hópnum ASÍ, þar sem Kristján er sitjandi formaður, eru ansi vængbrotin samtök eftir átök á síðasta þingi. Ásakanir ganga á víxl í fjölmiðlum, Vilhjálmur sagðist fyrr í dag vera sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi vini sína stinga sig í bakið. Það virðist ekki vera neinn samhljómur. Kristján segir hlutverk ASÍ í kjarasamningsviðræðum fyrst og fremst vera að styðja við aðildarfélögin. „Samningsumboðið liggur hjá félögunum, ekki hjá Alþýðusambandi Íslands. En við erum auðvitað til reiðu ef mögulegt er að móta samstöðu í stærri hópi og maður var auðvitað að vonast til að okkur tækist að vera samstillt í þessu ferli. Við vitum að með samstöðunni erum við sterkust. En því miður þá er bara sú staða ekki að raungerast á þeim vettvangi en hins vegar gleymum því ekki að við erum með stór samflot félaga sem hafa ákveðið að koma saman, beita sér í sameiningu fyrir endurnýjun kjarasamninga. En verkefnið er klárlega stórt hjá okkur, við þurfum að vinna heimavinnuna núna á næstu mánuðum þegar kjarasamningum líkur til þess að ná fyrri styrk sambandsins, það er ljóst.“ Aðspurður hvort samtökin væru sundruð, svaraði Kristján: „Það er ákveðin sundrung í hópnum, það er bara þannig. Gleymum því hinsvegar ekki að það eru stórir hópar að vinna saman og það er mjög þétt samtal inn á við líka í gangi, þó það sjáist kannski ekki öllum stundum.“ Kjaraviðræður 2022 ASÍ Tengdar fréttir „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og formaður Rafiðnarsambands Íslands. Kristján var gestur Telmu Tómasson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Telma spurði hann út í ummæli hans varðandi það að undirritaður samningur SGS henti ekki félagsmönnum hans, og spurði jafnframt hvort þau væru jafn óánægð og Efling og færu fram á sömu hækkun. „Staðan og hóparnir eru mjög misjafnir. Við sem erum í forsvari iðn- og tæknifólks erum auðvitað að horfa á þann hóp, hvernig við náum að sækja á aukinn kaupmátt launa í þeim hópi. Við teljum að það þurfi að fara aðra leið til að ná því marki hjá okkur. Það er það sem við erum að benda á með þessu“, svaraði Kristján. Staðan mjög þung Aðspurður um hvort harka væri hlaupin í málið og hvað væri framundan næstu daga og vikur, sagði Kristján að staðan væri orðin mjög þung. „Við höfum setið við samningaborðið til að reyna að knýja fram samninga. Það ferli hefur tekið óþarflega langan tíma og við erum orðin óþolinmóð í okkar hópi að ná kjarasamningi fyrir okkar fólk. Hvort það þurfi að beita átökum þarf að koma í ljós, en við erum til reiðu að reyna ná samningum, sitja við borðið og fara yfir það sem þarf fyrir okkar hóp. Tíminn þarf bara að leiða í ljós hvort það þurfi að beita meiri hörku, en það kemur í ljós mjög fljótt, myndi ég telja.“ Þetta er mjög pólítískt svar, en hvernig er stemningin í ykkar hóp? „Já, stemningin er þung. Það er bara þannig. Hópurinn er tilbúinn til þess að fara í verkefnið, að semja, en er jafnframt tilbúinn til þess að beita sér ef þörf krefur. Það er sú staða sem er uppi hjá okkur.“ Ákveðin sundrung í hópnum ASÍ, þar sem Kristján er sitjandi formaður, eru ansi vængbrotin samtök eftir átök á síðasta þingi. Ásakanir ganga á víxl í fjölmiðlum, Vilhjálmur sagðist fyrr í dag vera sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi vini sína stinga sig í bakið. Það virðist ekki vera neinn samhljómur. Kristján segir hlutverk ASÍ í kjarasamningsviðræðum fyrst og fremst vera að styðja við aðildarfélögin. „Samningsumboðið liggur hjá félögunum, ekki hjá Alþýðusambandi Íslands. En við erum auðvitað til reiðu ef mögulegt er að móta samstöðu í stærri hópi og maður var auðvitað að vonast til að okkur tækist að vera samstillt í þessu ferli. Við vitum að með samstöðunni erum við sterkust. En því miður þá er bara sú staða ekki að raungerast á þeim vettvangi en hins vegar gleymum því ekki að við erum með stór samflot félaga sem hafa ákveðið að koma saman, beita sér í sameiningu fyrir endurnýjun kjarasamninga. En verkefnið er klárlega stórt hjá okkur, við þurfum að vinna heimavinnuna núna á næstu mánuðum þegar kjarasamningum líkur til þess að ná fyrri styrk sambandsins, það er ljóst.“ Aðspurður hvort samtökin væru sundruð, svaraði Kristján: „Það er ákveðin sundrung í hópnum, það er bara þannig. Gleymum því hinsvegar ekki að það eru stórir hópar að vinna saman og það er mjög þétt samtal inn á við líka í gangi, þó það sjáist kannski ekki öllum stundum.“
Kjaraviðræður 2022 ASÍ Tengdar fréttir „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16