Innan samflots iðn- og tæknigreina eru MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og VM.
Samninganefndir aðila vísuðu viðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan síðasta mánuð og hafa frá þeim tíma unnið að því að ná nýjum samningi sitt í hvoru lagi, en án árangurs. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafa verið lausir í rúman mánuð.
Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu kemur fram að ríkur vilji sé á meðal stéttarfélaganna að vinna saman að nýjum kjarasamningi hratt og vel og standa vonir til þess að góð niðurstaða náist fljótlega. Innan þessa samflots eru um 59 þúsund félagsmenn.