Er skilningur á mikilvægi réttindagæslu fatlaðs fólks? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. desember 2022 12:00 Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Árið 1938 voru lög um stéttarfélög samþykkt. Það var talinn mikil lyftistöng fyrir vinnumarkaðinn þar sem nú fékk launafólk talsmenn sína til að tala hagsmunum sínum, þjónustu og réttindum í tengslum við vinnu. Sú barátta hefur skilað miklu og er stöðugt í gangi, þó að alltaf sé hægt að gera betur, þar sem tímarnir breytast og kröfurnar með. Réttindi fatlaðs fólks hafa tekið framförum því það hefur nú greiðari aðgang að samfélaginu en áður. Þegar lög um stéttarfélög voru samþykkt taldist fatlað fólk til þjóðfélagshóps sem ekki var talið að gæti gert neitt gagn í samfélaginu. En, líkt og með baráttu launafólks fyrir réttindum sínum hefur það breyst. Árið 2007 var Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður hér á landi og fullgildur árið 2016. Eitt af ákvæðum þessa samnings felur í sér að bjóða fólki með fötlun upp á aðstoð við að gæta réttinda sinna. Árið 2011 var stigið stórt skref í þeirri baráttu þegar Réttindagæsla fatlaðs fólks var hleypt af stokkunum af Guðbjarti Hannessyni sem þá var velferðarráðherra, og þótti það mikil framför í réttindamálum fatlaðs fólks. Þótti Ísland þá vera í fararbroddi með nýjung fyrir fatlað fólk við að gæta réttinda sinna. Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk, launafólk, sem vinnur af mikilli hugsjón við að aðstoða fatlað fólk og þeirra nánasta tengslanet við að gæta réttinda. Um er að ræða mjög þarfa þjónustu, enda hefur reynslan sýnt að fjöldi erinda sem berst til réttindagæslunnar á hverju ári hleypur á þúsundum og eru málin sem koma út úr þeim erindum jafn misjöfn og þau eru mörg. Auk þess að hjálpa fólki hér á landi eru dæmi um erlend stjórnvöld hafi samband við réttindagæsluna til leiðsagnar um verkefnið líta upp til Íslendinga með þessari skrifstofu. Nú á dögunum skrifaði fyrrverandi yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann segir frá því að nú hafi nokkrir réttindagæslumenn verið boðaðir í viðtal til ráðuneytisins. Það var gert þrátt fyrir að 3500 mál hafi borist réttindagæslunni á þessu ári og einungis hefur tekist að skoða lítinn hluta þeirra eða um 45%. Í viðtalinu var þeim tjáð að það gæti farið svo að þau þyrftu að leita sér að nýrri vinnu upp úr áramótum. Þetta mun hafa í för með sér að meira álag verður á þeim starfsmönnum sem eftir verða, ekki næst að skoða öll erindi sem berast vegna manneklu og veikinda sem rekja má til álags í starfi, engin réttindagæslumaður verður á á sumum svæðum og svo framvegis. Það hefur þá svo þau keðjuverkandi áhrif að fólk með fötlun sem telur brotið á rétti sínum eða aðstandendur þeirra munu síður fá aðstoð við að fylgja eftir réttindum sínum og ekki verður hægt að uppfylla lagalega þætti þessara framúrskarandi laga sem sett voru árið 2011 af íslenskum stjórnvöldum. Það má því segja að hér yrði um afturför að ræða í baráttu fatlaðs fólks fyrir réttindum sínum. Ef við heimfærum þessa staðreynd á ófatlað launafólk má ætla að mikið fjaðrafok yrði í þjóðfélaginu, bara við það eitt að starfsmenn stofnunar sem sinnir réttindum ákveðins hóps, eins og réttindagæslan, hefðu fengið þær upplýsingar að ekki væri pláss fyrir það í „Excel-skjölum“ stjórnvalda. Ef við heimfærum þetta upp á ófatlað launafólk landsins alls og réttindi þeirra og spyrjum; Myndi launafólk sætta sig við það að eftir næstu áramót yrðu öll stéttarfélög nema eitt lögð niður og einu stéttarfélagi ætlað að gæta hagsmuna allra vinnandi landsmanna með helmingi færri starfsmenn en áður? Það væri áhugavert að koma inn á þá skrifstofu og skoða vinnumenninguna þar, álag og árangur í að sinna þeim mikilvægu verkefnum, réttindum og lagaskyldu sem það stéttarfélag hefði á herðunum sínum. Ætli það myndu koma fyrirsagnir í einhver blöð eða lítil grein á blaðsíðu 4, eins og þegar um fatlað fólk er að ræða? Getum við ekki bara haldið áfram gera betur þegar fatlað fólk á í hlut í stað þess að eyðileggja frábært kerfi, eins og réttindagæslan er? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, fötluð kona og fyrrverandi starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun