Evrópa of háð Bandaríkjunum í öryggismálum Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2022 09:01 Sanna Marin lét ummælin falla á fundi hjá áströlsku hugveitunni Lowy Institute. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn finnsks forsætisráðherra til Eyjaálfu. Vísir/EPA Innrás Rússa í Úkraínu sýnir að Evrópulönd séu of háð Bandaríkjunum um eigið öryggi, að mati Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands. Hún vill að Evrópulönd auki vopnaframleiðslu og varnarviðbúnað sinn. „Ég ætla að vera harkalega hreinskilin við ykkur, Evrópa er ekki nógu sterk núna. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin á fundi hjá hugveitu í Sydney í Ástralíu þar sem hún er í opinberri heimsókn. Bandaríkin hafi þannig útvegað Úkraínu miklu magni af vopnum og fjárhags- og mannúðaraðstoð en Evrópa hafi ekki staðið sig nægilega í stykkinu. Margir bandarískir stjórnmálamenn hafi sagt henni að Evrópa þurfi að vera sterkari, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Jafnvel þó að framlag Evrópusambandsríkja sé mun minna en Bandaríkjanna hefur gengið hratt á hergagnaforða þeirra við að leggja Úkraínumönnum lið. „Við verðum að tryggja að við byggjum upp slíka getu þegar kemur að evrópskum vörnum, evrópskum varnariðnaði,“ sagði Marin. Þá gagnrýndi finnski forsætisráðherrann Evrópulönd sem hefðu reynt að styrkja tengslin við Rússland á undanförnum áratugum, þar á meðal með því að kaupa orku þaðan, í þeirri von að það drægi úr líkum á stríði. Sú nálgun hafi beðið algert skipsbrot, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frekar hefði átt að hlusta á raddir Póllands og Eystrasaltsríkja sem vöruðu við því að Rússland léti sér viðskiptatengsl og refsiaðgerðir í léttu rúmi liggja. Marin varaði einnig við því að sigur Rússlands í Úkraínu yrði öðrum árásarhneigðum ríkjum hvatning. Lýðræðisríki ættu að forðast að verða háð einræðisríkjum eins og Kína. „Ekki velkjast í vafa um það að ef Rússland vinnur í þessum hræðilega leik sínum þá verður það ekki eitt um valdeflast,“ sagði Marin. Finnland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NATO Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
„Ég ætla að vera harkalega hreinskilin við ykkur, Evrópa er ekki nógu sterk núna. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin á fundi hjá hugveitu í Sydney í Ástralíu þar sem hún er í opinberri heimsókn. Bandaríkin hafi þannig útvegað Úkraínu miklu magni af vopnum og fjárhags- og mannúðaraðstoð en Evrópa hafi ekki staðið sig nægilega í stykkinu. Margir bandarískir stjórnmálamenn hafi sagt henni að Evrópa þurfi að vera sterkari, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Jafnvel þó að framlag Evrópusambandsríkja sé mun minna en Bandaríkjanna hefur gengið hratt á hergagnaforða þeirra við að leggja Úkraínumönnum lið. „Við verðum að tryggja að við byggjum upp slíka getu þegar kemur að evrópskum vörnum, evrópskum varnariðnaði,“ sagði Marin. Þá gagnrýndi finnski forsætisráðherrann Evrópulönd sem hefðu reynt að styrkja tengslin við Rússland á undanförnum áratugum, þar á meðal með því að kaupa orku þaðan, í þeirri von að það drægi úr líkum á stríði. Sú nálgun hafi beðið algert skipsbrot, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frekar hefði átt að hlusta á raddir Póllands og Eystrasaltsríkja sem vöruðu við því að Rússland léti sér viðskiptatengsl og refsiaðgerðir í léttu rúmi liggja. Marin varaði einnig við því að sigur Rússlands í Úkraínu yrði öðrum árásarhneigðum ríkjum hvatning. Lýðræðisríki ættu að forðast að verða háð einræðisríkjum eins og Kína. „Ekki velkjast í vafa um það að ef Rússland vinnur í þessum hræðilega leik sínum þá verður það ekki eitt um valdeflast,“ sagði Marin.
Finnland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NATO Evrópusambandið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira