Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2022 14:01 Hljómsveitin VÖK. Aðsend Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir. Árið 2022 voru veittar 40 milljónir aukalega inn í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar sem viðspyrnuaðgerð ráðuneytisins við COVID-19 heimsfaraldrinum, til viðbótar við þær 20 milljónir sem sjóðurinn hefur úthlutað árlega frá stofnun sjóðsins árið 2013. „Eftirspurnin hefur svo sannarlega ekki staðið á sér, en nú bara í nóvember sótti íslenskt tónlistarfólk alls um 20.8 milljónir og fór stærsta úthlutun sjóðsins til þessa fram, en alls voru veittar 9,9 milljónir í ferða- og markaðsstyrki auk nýs styrks sem kynntur var fyrr á árinu til framleiðslu á kynningarefni,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. Ómetanlegur hljómsveitum Ferðastyrkir Útflutningssjóðs eru afgreiddir mánaðarlega. Í ár voru styrkirnir hækkaðir til að koma til móts við aukinn ferðakostnað úr 50.000 krónur á einstakling upp í 75.000 krónur fyrir ferðir innan Evrópu og 100.000 krónur utan Evrópu. Ein úthlutun er enn eftir í Desember, en fram að því hefur verið sótt um um 29.350.000 krónur og alls veittar 16.841.670 krónur. „Styrkir Útflutningssjóðs eru ómetanlegir í að gefa hljómsveitum á borð við Vök þann þarfa stuðning sem er oft nauðsynlegur í þessu harki sem getur fylgt því að vera íslensk hljómsveit í útrás. Við erum afskaplega þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum hlotið á árinu,“ segir Einar Stef meðlimur hljómsveitarinnar VÖK. ÚTÓN heldur utan um tónleikaferðalög á síðunni icelandmusic.is/LIVE í gegnum sama fyrirtæki og rekur Gjugg appið, Mobilitus. Samkvæmt gögnum frá þeim spilaðu 95 íelsnsk tónlistaratriði alls 1.186 tónleika erlendis árið 2012, og hafa um 30 prósent af þeim fengið styrk úr Útflutningssjóð. „Styrkirnir dreifast vel yfir nýgræðinga og þekktari útflutningsverkefni, sem og eftir mismunandi tónlistarstefnum en tónskáld, jazzflytjendur og fagaðilar úr bransanum fá styrki til að sinna sínum verkefnum erlendis eins og þekktari flytjendur,“ segir í tilkynningunni. „Umsóknir um markaðsstyrk eru yfirleitt afgreiddar ársfjóðungslega en í ár var bætt við tveimur auka-úthlutunum og voru stórar úthlutanir í maí, ágúst, og september en í hvert sinn var úthlutað á bilinu 5-6 milljónum samtals með ferðastyrkjum. Nóvember sló þó öll met með úthlutun upp á 9,9 milljónir samtals, en það skiptist í 1,65 milljónir í ferðastyrk og 8,25 í sameiginlega markaðs- og kynningarstyrki.“ Til auki við hefðbundinn markaðsstyrk var bætt við nýjum styrk, sérstaklega til framleiðslu á kynningarefni. „Markmiðið er að koma til móts við vaxandi ákall úr grasrótinni, því hvergi í kerfinu hefur verið hægt að sækja um styrki til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega og hefur eftirspurning ekki staðið á sér. Yfir 44 umsóknir um styrk til framleiðslu á kynningarefni bárust. Sótt var um 16.402.000 kr. og 9.600.000 kr. voru veittar.“ „Þegar kemur að þvì að halda uppi beint-frá-býli tònlistarbùskap og framkvæmd nýrra hugmynda, þá skiptir öllu máli að það sé gert ráð fyrir þvì ì hagkerfinu okkar að styrkja slìka frumkvöðlastarfsemi. Þvì hùn getur þá starfað sjálfstætt af krafti, òháð fyrirtækjum. Það hefur allt að segja um heilindi þeirra menningarverðmæta sem þannig skapast að þau fái að verða til ùt frá uppsprettu sem er tær og òfilteruð af þvì að þjòna viðmiðum þeirra maskìna sem gera ùt á gròða af tònlist. Þess vegna er ég þakklát fyrir afl eins og Útflutningssjóð sem hefur gert mér kleift að markaðssetja tònlistina mìna án þess að ég þurfi til dæmis að gefa eftir verðmæti á borð við höfundarétt sem fyrir okkur tònlistarfòlk er òmetanleg tekjulind,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem kirakira. Þessi nýi styrkur helst samt í hendur við markaðsstyrk Útflutningssjóðs en sé sótt um hinn nýja styrk þarf að fylgja umsókn til markaðsstyrks líka til að gera grein fyrir útflutningsmarkmiðum tónlistarverkefnisins. Yfir 70 umsóknir um markaðsstyrki bárust. Sótt var um 73.500.000 krónur og 21.500.000 krónur voru veittar. „Góð markaðssetning er lykilatriði í velgengni tónlistarfólks erlendis og má sjá á þessum tölum að íslenskt tónlistarfólk skilur vel að það þarf að fjármagna sérstaklega þá vinnu sem fer í að fanga athygli alþjóðlegra hlustanda og markaðssetja verkefni sín á markvissan hátt. Til að undirbúa tónlistarfólk í þessa vinnu, auk hins nýja styrks, uppfærði ÚTÓN líka vef sinn fyrr á árinu með ítarlegum leiðbeiningum og fræðslu um hvernig er best að nálgast fjármögnun og markaðssetningu á tónlistarverkefnum erlendis. Mjög mikilvægt markmið ÚTÓN og stjórnar Útflutningssjóðs var að slaka ekki á kröfum um gæði umsókna og var boðið upp á bæði fræðsluviðburði og ráðgjöf fyrir umsækjendur með skýr útflutningsmarkmið sem margir nýttu sér og er mikill munur á gæðum umsókna frá byrjun árs og nú í nóvember.“ Þau sem hafa fengið úthlutað markaðsstyrk á árinu 2022 eru: Atli Örvarsson, BSÍ, Barokkbandið Brák, Benni Hemm Hemm, Brek, Guðmundur Steinn, HATARI, Hafdís Huld, Hugi Guðmunsson, Ingi Bjarni Kvintett, Inki, JFDR, kirakira, Klemens Hannigan, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kristin Sesselja, Kælan Mikla, Laufey, LÓN, MSEA, neonme, Sin Fang, Sounds of Fischer, Sycamore Tree, Systur, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Ultraflex, Umbra, Viktor Orri & Álheiður Erla, Vévaki og Þorleifur Gaukur Davíðsson. Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Árið 2022 voru veittar 40 milljónir aukalega inn í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar sem viðspyrnuaðgerð ráðuneytisins við COVID-19 heimsfaraldrinum, til viðbótar við þær 20 milljónir sem sjóðurinn hefur úthlutað árlega frá stofnun sjóðsins árið 2013. „Eftirspurnin hefur svo sannarlega ekki staðið á sér, en nú bara í nóvember sótti íslenskt tónlistarfólk alls um 20.8 milljónir og fór stærsta úthlutun sjóðsins til þessa fram, en alls voru veittar 9,9 milljónir í ferða- og markaðsstyrki auk nýs styrks sem kynntur var fyrr á árinu til framleiðslu á kynningarefni,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. Ómetanlegur hljómsveitum Ferðastyrkir Útflutningssjóðs eru afgreiddir mánaðarlega. Í ár voru styrkirnir hækkaðir til að koma til móts við aukinn ferðakostnað úr 50.000 krónur á einstakling upp í 75.000 krónur fyrir ferðir innan Evrópu og 100.000 krónur utan Evrópu. Ein úthlutun er enn eftir í Desember, en fram að því hefur verið sótt um um 29.350.000 krónur og alls veittar 16.841.670 krónur. „Styrkir Útflutningssjóðs eru ómetanlegir í að gefa hljómsveitum á borð við Vök þann þarfa stuðning sem er oft nauðsynlegur í þessu harki sem getur fylgt því að vera íslensk hljómsveit í útrás. Við erum afskaplega þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum hlotið á árinu,“ segir Einar Stef meðlimur hljómsveitarinnar VÖK. ÚTÓN heldur utan um tónleikaferðalög á síðunni icelandmusic.is/LIVE í gegnum sama fyrirtæki og rekur Gjugg appið, Mobilitus. Samkvæmt gögnum frá þeim spilaðu 95 íelsnsk tónlistaratriði alls 1.186 tónleika erlendis árið 2012, og hafa um 30 prósent af þeim fengið styrk úr Útflutningssjóð. „Styrkirnir dreifast vel yfir nýgræðinga og þekktari útflutningsverkefni, sem og eftir mismunandi tónlistarstefnum en tónskáld, jazzflytjendur og fagaðilar úr bransanum fá styrki til að sinna sínum verkefnum erlendis eins og þekktari flytjendur,“ segir í tilkynningunni. „Umsóknir um markaðsstyrk eru yfirleitt afgreiddar ársfjóðungslega en í ár var bætt við tveimur auka-úthlutunum og voru stórar úthlutanir í maí, ágúst, og september en í hvert sinn var úthlutað á bilinu 5-6 milljónum samtals með ferðastyrkjum. Nóvember sló þó öll met með úthlutun upp á 9,9 milljónir samtals, en það skiptist í 1,65 milljónir í ferðastyrk og 8,25 í sameiginlega markaðs- og kynningarstyrki.“ Til auki við hefðbundinn markaðsstyrk var bætt við nýjum styrk, sérstaklega til framleiðslu á kynningarefni. „Markmiðið er að koma til móts við vaxandi ákall úr grasrótinni, því hvergi í kerfinu hefur verið hægt að sækja um styrki til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega og hefur eftirspurning ekki staðið á sér. Yfir 44 umsóknir um styrk til framleiðslu á kynningarefni bárust. Sótt var um 16.402.000 kr. og 9.600.000 kr. voru veittar.“ „Þegar kemur að þvì að halda uppi beint-frá-býli tònlistarbùskap og framkvæmd nýrra hugmynda, þá skiptir öllu máli að það sé gert ráð fyrir þvì ì hagkerfinu okkar að styrkja slìka frumkvöðlastarfsemi. Þvì hùn getur þá starfað sjálfstætt af krafti, òháð fyrirtækjum. Það hefur allt að segja um heilindi þeirra menningarverðmæta sem þannig skapast að þau fái að verða til ùt frá uppsprettu sem er tær og òfilteruð af þvì að þjòna viðmiðum þeirra maskìna sem gera ùt á gròða af tònlist. Þess vegna er ég þakklát fyrir afl eins og Útflutningssjóð sem hefur gert mér kleift að markaðssetja tònlistina mìna án þess að ég þurfi til dæmis að gefa eftir verðmæti á borð við höfundarétt sem fyrir okkur tònlistarfòlk er òmetanleg tekjulind,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem kirakira. Þessi nýi styrkur helst samt í hendur við markaðsstyrk Útflutningssjóðs en sé sótt um hinn nýja styrk þarf að fylgja umsókn til markaðsstyrks líka til að gera grein fyrir útflutningsmarkmiðum tónlistarverkefnisins. Yfir 70 umsóknir um markaðsstyrki bárust. Sótt var um 73.500.000 krónur og 21.500.000 krónur voru veittar. „Góð markaðssetning er lykilatriði í velgengni tónlistarfólks erlendis og má sjá á þessum tölum að íslenskt tónlistarfólk skilur vel að það þarf að fjármagna sérstaklega þá vinnu sem fer í að fanga athygli alþjóðlegra hlustanda og markaðssetja verkefni sín á markvissan hátt. Til að undirbúa tónlistarfólk í þessa vinnu, auk hins nýja styrks, uppfærði ÚTÓN líka vef sinn fyrr á árinu með ítarlegum leiðbeiningum og fræðslu um hvernig er best að nálgast fjármögnun og markaðssetningu á tónlistarverkefnum erlendis. Mjög mikilvægt markmið ÚTÓN og stjórnar Útflutningssjóðs var að slaka ekki á kröfum um gæði umsókna og var boðið upp á bæði fræðsluviðburði og ráðgjöf fyrir umsækjendur með skýr útflutningsmarkmið sem margir nýttu sér og er mikill munur á gæðum umsókna frá byrjun árs og nú í nóvember.“ Þau sem hafa fengið úthlutað markaðsstyrk á árinu 2022 eru: Atli Örvarsson, BSÍ, Barokkbandið Brák, Benni Hemm Hemm, Brek, Guðmundur Steinn, HATARI, Hafdís Huld, Hugi Guðmunsson, Ingi Bjarni Kvintett, Inki, JFDR, kirakira, Klemens Hannigan, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kristin Sesselja, Kælan Mikla, Laufey, LÓN, MSEA, neonme, Sin Fang, Sounds of Fischer, Sycamore Tree, Systur, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Ultraflex, Umbra, Viktor Orri & Álheiður Erla, Vévaki og Þorleifur Gaukur Davíðsson.
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira