Freyr hrósar mikið manninum sem er ekki nógu góður fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 12:01 Aron Sigurðarson fagnar hér einu af mörkunum sínum fyrir AC Horsens en þau eru sex í dönsku úrvalsdeildinni í fyrstu sautján leikjunum. Getty/Lars Ronbog Freyr Alexandersson þjálfar danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub og veit allt um það sem er að gerast í danska fótboltanum. Freyr veit því vel hvað Aron Sigurðarson hefur verið að gera góða hluti með Horsens í dönsku deildinni. Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30
„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31