„Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 11:30 Burj Khalifa byggingin í Dubaí er sú hæsta í heimi. Getty/ Jakub Porzycki Það var boðið upp á mjög sérstaka fyrstu grein á Dubai Fitness Championship CrossFit mótinu sem hófst í dag. Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Sjá meira
Dubai Fitness Championship er eitt af stóru CrossFit mótunum á tímabilinu enda vanalega veglegt verðlaunafé í boði. Ísland á ekki keppenda á mótinu að þessu sinni en kannski væru einhver af okkar besta CrossFit fólki spennt fyrir nýstárlegri grein sem er boðið upp á þetta árið. Í fyrra þurftu keppendur meðal annars að hlaupa í snjó í miðri eyðimörkinni en að þessu sinni þurfa þeir að glíma við hæsta hús í heimi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Fyrsta greinin á mótinu í ár fór fram í hinni heimsfrægu Burj Khalifa byggingu sem er hæsta bygging heims og kennileiti Dúbaí borgarinnar. Skýjakljúfurinn var opnaður árið 2010 en hann er 829 metrar á hæð. Í fyrstu greininni á Dubai Fitness mótinu þá áttu keppendur að hlaupa upp 2909 tröppur með þyngingarvesti. Það var búist við því að það taki þá bestu um fjörutíu mínútur að komast alla leið upp en bestu karlarnir kláruðu á hálftíma og bestu konurnar á 32 mínútum. Keppendur byrjuðu á jörðu niðri og hlupu alla leið upp á 160. hæð byggingarinnar. Þetta voru engin tímahámörk í gangi en til þess að fá að halda áfram keppni þá þarftu að klára alla 2909 tröppurnar. „Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni. Ég er að segja þetta í fullri alvöru. Ekki reyna þetta,“ sagði Saud Al-Shamsi, viðburðarstjóri Dubai Fitness Championship, í samtali við Morning Chalk Up vefinn. View this post on Instagram A post shared by Dubai Fitness Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Sjá meira