Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni Smári Jökull Jónsson skrifar 2. desember 2022 07:00 Óskar Örn Hauksson starfar sem bílasali. Hann er ekki enn búinn að ákveða sitt næsta skref á ferlinum. Vísir/Sigurjón Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Í beinni: Afturelding - Breiðablik | Heimamenn vilja hefna tapið í opnunarleiknum Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Sjá meira