Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. desember 2022 20:05 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Sigurjón Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi. Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira