Beiðni um aðstoð barst um klukkna tíu í morgun, að því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir voru mættar á staðinn um klukkan 12:30.
Ferðamaðurinn hafði gist í Landmannalaugum síðustu nótt, en aðeins snjóaði þar í nótt og hafði vaxið í ám. Þegar hann hugðist fara til baka festist bíll hans í árkvísl. Maðurinn var einn á ferð.

Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveitarmenn hafi náð bílnum á þurrt en þurftu að skilja hann eftir. Ferðamanninum var ekið til byggða.