Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara Siggeir Ævarsson skrifar 1. desember 2022 21:15 Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna. Njarðvíkingar fóru miklu mun betur af stað en heimamenn í kvöld. Boltinn að fljóta vel í sókninni og þristarnir að detta. Þórsarar voru svo sem ekkert að spila afleitlega en þurftu að hafa mikið fyrir sínum stigum. Munurinn 12 stig í hálfleik og fáir með lífsmarki hjá Þórsurum nema kannski Vincent Malik Shahid. Hjá gestunum var Dedrik Basile að spila eins og engill, gat varla klikkað úr skoti og nánast hver einasti maður sem kom inná völlinn að setja þrist. Lárus þjálfari Þórs hefur eitthvað aðeins náð að blása sínum mönnum eldmóð í brjóst í hálfleik en Þórsarar náðu að minnka muninn í 5 stig, og fór þar fremstur í flokki áðurnefndur Shahid, sem var kominn með 27 stig, sá eini heimamanna sem var á þeim tímapunkti kominn yfir 10 stigin. Þá tók Benni leikhlé og Njarðvík svaraði áhlaupinu Þórsara með 8 stiga áhlaupi. Staðan 64-82 fyrir lokaleikhlutann og úrslitin nánast ráðin. Þórsarar hreinlega ekki líklegir til að gera það sem gera þurfti til að loka þessum mun. Sóknin þeirra stíf og fáir að leggja í púkkið. Það kom enda á daginn að fjórði leikhlutinn var afskaplega daufur og sigur Njarðvíkinga aldrei í hættu. Eftir að heimamenn náðu að minnka muninn í 5 komu körfur Njarðvíkinga á færibandi og 31 stigs sigur niðurstaðan, lokatölur 88-119. Stemmingin í Icelandic Glacial höllinni var sömuleiðis afar dauf, á köflum mátti heyra saumnál detta og þögnin var hreinlega þrúgandi. Hálfgerð jarðarfararstemmingin, sem er kannski viðeigandi ef gengi heimamanna heldur áfram á sömu braut. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar hittu á frábæran skotdag, 20/34 í þristum sem gefur tæplega 60% nýtingu. Sú frammistaða skrifast sannarlega að töluverðu leyti á dapran varnarleik Þórsara, sem virkuðu afskaplega andlausir á löngum köflum. Hverjir stóðu upp úr? Dedrik Deon Basile fór fyrir sóknarleik Njarðvíkinga í kvöld og spilaði eins og engill, með 28 stig (4/4 í þristum) og bætti við 12 stoðsendingum. Nacho Martín skilaði líka drjúgu framlagi, 20 stigum, 13 fráköstum og 7 stoðsendingum og þá var Maciej Baginski sjóðheitur fyrir utan, 6/10 í þristum og 23 stig í púkkið. Hjá heimamönnum var Vincent Shahid í algjörum sérflokki og raunar sá eini sem var með raunverulegu lífsmarki sóknarlega. Hann endaði með 30 stig og 9 stoðsendingar, næstur kom Styrmir Snær Þrastarson með 18, aðrir töluvert minna. Hvað gekk illa? Það gekk fátt upp hjá Þórsurum í kvöld, þeir voru daufir varnarlega og stífir sóknarlega. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar lyfta sér í 3. sætið og eiga næst leik heima gegn KR 9. desember. Þórsarar sitja áfram sem fastast á botninum og eiga leik næst í Skagafirðinum gegn Tindastóli 8. desember. Benedikt: Þetta var ekki 30 stiga leikur, langt í frá Benedikt GuðmundssonVísir/Vilhelm 31 stigs sigur var niðurstaðan í Þorlákshöfn í kvöld, en lokatölurnar gáfu ekki endilega rétta mynd af leiknum í heild að mati Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Njarðvíkur. „Nei kannski ekki alveg. Við að vísu byrjum mjög vel, komust í 18-4 og leiðum allan leikinn. Þeir náðu góða áhlaupi þarna í 3. leikhluta og minnka þetta í fimm. Við urðum að taka leikhlé og bregðast við. Eftir það jókst munurinn bara jafnt og þétt allan leikinn, þannig að ég er bara ofboðslega ánægður að koma hingað og vinna svona sigur. En þetta var ekki 30 stiga léttur sigur, langt í frá.“ Eins og Benedikt kom inn á þá gerðu Þórsarar sig líklega til að koma til baka í þriðja leikhluta. Þá öskraði Benedikt á leikhlé og lét sína menn heyra það. Hvað var það sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Mér fannst varnaviðhorfið einhvern veginn hverfa. Við vorum svona einhvern veginn að velja hvenær við vorum að spila vörn. Vorum að spila vörn kannski í fimm mínútur og náðum upp einhverjum mun en svo var bara farið að slaka á. Ég var ekki ánægður með það, ég vil bara að menn séu á tánum í vörninni allan tímann. Ég þurfti aðeins að hvæsa á þá en þeir tóku við sér og við náðum góðum mun aftur.“ Njarðvíkingar hittu heldur betur á góðan skotdag að þessu sinni, það auðveldaði þeim töluvert lífið að hitta svona vel þegar Þórsarar voru eitthvað að reyna að klóra í bakkann. „Heldur betur, þetta er okkur langbesti skotleikur. Ég held að við séum með 20 þrista í tæplega 60% nýtingu. Menn voru heitir hérna í dag og okkar lang langbesti skotleikur en við höfum verið frekar kaldir svona miðað við hvernig við eigum að vera finnst mér, fyrir utan þriggjastigalínuna sérstaklega.“ Það vakti athygli að Nicholas Richotti kom ekkert við sögu í leiknum, þrátt fyrir að vera á skýrslu. Er hann tæpur eða var þetta taktískt? „Nei hann er bara tæpur. Og ef ég á að segja alveg eins og er þá var ég að reyna að „treina“ það að merkja byrjunarliðið hérna fyrir leik, ég held að ég hafi gert það bara þremur mínútum fyrir leik því ég vissi eiginlega ekkert hverjir voru að spila hjá mér. Menn eru búnir að vera meiddir, t.d. Oddur og Nico, og Maciej var veikur í gær með ælupest þannig að ég vissi ekkert hvort hann myndi ná leiknum. En Oddur og Maciej voru báðir með og áttu frábæra frammistöðu, þannig að þetta var bara geggjað.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. 1. desember 2022 21:36
Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna. Njarðvíkingar fóru miklu mun betur af stað en heimamenn í kvöld. Boltinn að fljóta vel í sókninni og þristarnir að detta. Þórsarar voru svo sem ekkert að spila afleitlega en þurftu að hafa mikið fyrir sínum stigum. Munurinn 12 stig í hálfleik og fáir með lífsmarki hjá Þórsurum nema kannski Vincent Malik Shahid. Hjá gestunum var Dedrik Basile að spila eins og engill, gat varla klikkað úr skoti og nánast hver einasti maður sem kom inná völlinn að setja þrist. Lárus þjálfari Þórs hefur eitthvað aðeins náð að blása sínum mönnum eldmóð í brjóst í hálfleik en Þórsarar náðu að minnka muninn í 5 stig, og fór þar fremstur í flokki áðurnefndur Shahid, sem var kominn með 27 stig, sá eini heimamanna sem var á þeim tímapunkti kominn yfir 10 stigin. Þá tók Benni leikhlé og Njarðvík svaraði áhlaupinu Þórsara með 8 stiga áhlaupi. Staðan 64-82 fyrir lokaleikhlutann og úrslitin nánast ráðin. Þórsarar hreinlega ekki líklegir til að gera það sem gera þurfti til að loka þessum mun. Sóknin þeirra stíf og fáir að leggja í púkkið. Það kom enda á daginn að fjórði leikhlutinn var afskaplega daufur og sigur Njarðvíkinga aldrei í hættu. Eftir að heimamenn náðu að minnka muninn í 5 komu körfur Njarðvíkinga á færibandi og 31 stigs sigur niðurstaðan, lokatölur 88-119. Stemmingin í Icelandic Glacial höllinni var sömuleiðis afar dauf, á köflum mátti heyra saumnál detta og þögnin var hreinlega þrúgandi. Hálfgerð jarðarfararstemmingin, sem er kannski viðeigandi ef gengi heimamanna heldur áfram á sömu braut. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar hittu á frábæran skotdag, 20/34 í þristum sem gefur tæplega 60% nýtingu. Sú frammistaða skrifast sannarlega að töluverðu leyti á dapran varnarleik Þórsara, sem virkuðu afskaplega andlausir á löngum köflum. Hverjir stóðu upp úr? Dedrik Deon Basile fór fyrir sóknarleik Njarðvíkinga í kvöld og spilaði eins og engill, með 28 stig (4/4 í þristum) og bætti við 12 stoðsendingum. Nacho Martín skilaði líka drjúgu framlagi, 20 stigum, 13 fráköstum og 7 stoðsendingum og þá var Maciej Baginski sjóðheitur fyrir utan, 6/10 í þristum og 23 stig í púkkið. Hjá heimamönnum var Vincent Shahid í algjörum sérflokki og raunar sá eini sem var með raunverulegu lífsmarki sóknarlega. Hann endaði með 30 stig og 9 stoðsendingar, næstur kom Styrmir Snær Þrastarson með 18, aðrir töluvert minna. Hvað gekk illa? Það gekk fátt upp hjá Þórsurum í kvöld, þeir voru daufir varnarlega og stífir sóknarlega. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar lyfta sér í 3. sætið og eiga næst leik heima gegn KR 9. desember. Þórsarar sitja áfram sem fastast á botninum og eiga leik næst í Skagafirðinum gegn Tindastóli 8. desember. Benedikt: Þetta var ekki 30 stiga leikur, langt í frá Benedikt GuðmundssonVísir/Vilhelm 31 stigs sigur var niðurstaðan í Þorlákshöfn í kvöld, en lokatölurnar gáfu ekki endilega rétta mynd af leiknum í heild að mati Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Njarðvíkur. „Nei kannski ekki alveg. Við að vísu byrjum mjög vel, komust í 18-4 og leiðum allan leikinn. Þeir náðu góða áhlaupi þarna í 3. leikhluta og minnka þetta í fimm. Við urðum að taka leikhlé og bregðast við. Eftir það jókst munurinn bara jafnt og þétt allan leikinn, þannig að ég er bara ofboðslega ánægður að koma hingað og vinna svona sigur. En þetta var ekki 30 stiga léttur sigur, langt í frá.“ Eins og Benedikt kom inn á þá gerðu Þórsarar sig líklega til að koma til baka í þriðja leikhluta. Þá öskraði Benedikt á leikhlé og lét sína menn heyra það. Hvað var það sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Mér fannst varnaviðhorfið einhvern veginn hverfa. Við vorum svona einhvern veginn að velja hvenær við vorum að spila vörn. Vorum að spila vörn kannski í fimm mínútur og náðum upp einhverjum mun en svo var bara farið að slaka á. Ég var ekki ánægður með það, ég vil bara að menn séu á tánum í vörninni allan tímann. Ég þurfti aðeins að hvæsa á þá en þeir tóku við sér og við náðum góðum mun aftur.“ Njarðvíkingar hittu heldur betur á góðan skotdag að þessu sinni, það auðveldaði þeim töluvert lífið að hitta svona vel þegar Þórsarar voru eitthvað að reyna að klóra í bakkann. „Heldur betur, þetta er okkur langbesti skotleikur. Ég held að við séum með 20 þrista í tæplega 60% nýtingu. Menn voru heitir hérna í dag og okkar lang langbesti skotleikur en við höfum verið frekar kaldir svona miðað við hvernig við eigum að vera finnst mér, fyrir utan þriggjastigalínuna sérstaklega.“ Það vakti athygli að Nicholas Richotti kom ekkert við sögu í leiknum, þrátt fyrir að vera á skýrslu. Er hann tæpur eða var þetta taktískt? „Nei hann er bara tæpur. Og ef ég á að segja alveg eins og er þá var ég að reyna að „treina“ það að merkja byrjunarliðið hérna fyrir leik, ég held að ég hafi gert það bara þremur mínútum fyrir leik því ég vissi eiginlega ekkert hverjir voru að spila hjá mér. Menn eru búnir að vera meiddir, t.d. Oddur og Nico, og Maciej var veikur í gær með ælupest þannig að ég vissi ekkert hvort hann myndi ná leiknum. En Oddur og Maciej voru báðir með og áttu frábæra frammistöðu, þannig að þetta var bara geggjað.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. 1. desember 2022 21:36
Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. 1. desember 2022 21:36
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti