Anníe Mist leikur sér nú að martröðinni sinni frá fyrstu heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir hefur tekið því sem áskorun að takast á við hringina og muscle-up greinina sem reyndist henni svo erfið á fyrstu heimsleikunum. Youtube/Dóttir Anníe Mist Þórisdóttir er sexfaldur verðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í CrossFit en væri kannski með fleiri verðlaun frá leikunum ef ekki væri fyrir eina sannkallaða martraðagrein hennar á fyrstu heimsleikunum árið 2009. Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Anníe Mist keppti í fyrsta sinn á stærsta sviðinu í Kaliforníu fyrir meira en þrettán árum síðan og vakti þá mikla athygli fyrir vaska framgöngu fyrstu dagana. Lokadagurinn reyndist hins vegar þyngri þraut en hún réði við. Þeir sem sáu Anníe keppa á þessum leikum muna ekki aðeins eftir því hversu vel hún stimplaði sig inn heldur einnig eftir matraðargreininni undir lokin sem sá til þess öðru fremur að hún datt alla leið niður í ellefta sætið. Við erum að tala um muscle-up grein, upplyftingar í hringjum, en Anníe átti að klára fimmtán slíkar í lokagreininni á heimsleikunum 2009. Anníe hafði aldrei prófað slíkt áður og tókst ekki að klára greinina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f70fqkktDxU">watch on YouTube</a> Það tók tíma fyrir Anníe Mist að ná tökum á þessari krefjandi æfingu en hún hefur í gegnum tíðina tekið það sem áskorun að ná þessu. Nú síðast setti Anníe inn myndband af sér gera þessar muscle-up æfingar með glans og má finna það hér fyrir neðan. „Ég hef óttast muscle-up æfingar í keppnum og þetta hefur verið hindrun sem ég hef þurft að komast yfir,“ skrifaði Anníe Mist. „Já ég er orðin svo miklu betri í þeim og á þessum tímapunkti þá elska ég að æfa mig í þeim. Ég verð spennt þegar ég sé þær sem hluta af æfingu á mótum af því að það er tækifæri fyrir mig að komast enn lengra og yfirvinna óttann,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira