Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2022 08:05 Bríet rekur um 250 fasteignir í 34 sveitarfélögum allt í kringum landið. Vísir/Vilhelm Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að jafnframt komi fram í bréfinu að félagið ætli sér að lækka leiguverð til allra leigutaka sinna varanlega um fjögur prósent frá og með 1. janúar næstkomandi. „Með þessu tekur Bríet á sig um helming af hækkun vísitölu neysluverðs það sem af er árinu en leigusamningar eru almennt vísitölubundnir sem leiðir til aukins húsnæðiskostnaðar leigjenda við hraða hækkun verðlags. Leigufélagið taldi brýnt að bregðast við því erfiða efnahagslega ástandi og þeirri miklu verðbólgu sem nú ríkir og koma til móts við leigutaka sína sem verða fyrir áhrifum. Bríet er sjálfstætt leigufélag sem á og rekur um 250 fasteignir í 34 sveitarfélögum allt í kringum landið. Það er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Fjallabyggðar og Reykhólahrepps,“ segir í tilkynningunni. Rými til lækkunar Haft er eftir Ástu Björgu Pálmadóttur, stjórnarformanni Bríetar, að félagið vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar vegna þeirra miklu vísitöluhækkana sem hafi orðið á leiguverði á þessu ári. „Þar sem útgjöldin okkar hafa ekki hækkað eins mikið á þessu tímabili þá töldum við rými til að fara í lækkanir á leigu. Við vildum nýta það til að aðstoða sem mest fjölskyldurnar sem leigja heimili sín af okkur. Um þessar mundir ríkir mikil óvissa í efnahagsmálum og við vitum að það er ekki gott að fara inn í jólamánuðinn, með öllum þeim útgjöldum sem honum fylgir, með fjárhagsáhyggjur. Við vonum að desember-afslátturinn geri okkar fólki auðveldara að eiga gleðilega hátíð og að varanlega lækkunin, frá og með áramótunum, muni einnig létta því byrðarnar fram á við,“ er haft eftir Ástu Björgu. Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að jafnframt komi fram í bréfinu að félagið ætli sér að lækka leiguverð til allra leigutaka sinna varanlega um fjögur prósent frá og með 1. janúar næstkomandi. „Með þessu tekur Bríet á sig um helming af hækkun vísitölu neysluverðs það sem af er árinu en leigusamningar eru almennt vísitölubundnir sem leiðir til aukins húsnæðiskostnaðar leigjenda við hraða hækkun verðlags. Leigufélagið taldi brýnt að bregðast við því erfiða efnahagslega ástandi og þeirri miklu verðbólgu sem nú ríkir og koma til móts við leigutaka sína sem verða fyrir áhrifum. Bríet er sjálfstætt leigufélag sem á og rekur um 250 fasteignir í 34 sveitarfélögum allt í kringum landið. Það er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Fjallabyggðar og Reykhólahrepps,“ segir í tilkynningunni. Rými til lækkunar Haft er eftir Ástu Björgu Pálmadóttur, stjórnarformanni Bríetar, að félagið vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar vegna þeirra miklu vísitöluhækkana sem hafi orðið á leiguverði á þessu ári. „Þar sem útgjöldin okkar hafa ekki hækkað eins mikið á þessu tímabili þá töldum við rými til að fara í lækkanir á leigu. Við vildum nýta það til að aðstoða sem mest fjölskyldurnar sem leigja heimili sín af okkur. Um þessar mundir ríkir mikil óvissa í efnahagsmálum og við vitum að það er ekki gott að fara inn í jólamánuðinn, með öllum þeim útgjöldum sem honum fylgir, með fjárhagsáhyggjur. Við vonum að desember-afslátturinn geri okkar fólki auðveldara að eiga gleðilega hátíð og að varanlega lækkunin, frá og með áramótunum, muni einnig létta því byrðarnar fram á við,“ er haft eftir Ástu Björgu.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Sjá meira