Dýrmætasta gjöfin Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 1. desember 2022 07:00 Í Brennu-Njálssögu sagði Gunnar á Hlíðarenda við Njál á Bergþórshvoli: „Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.“ Hamingjurannsóknir hafa einmitt sýnt að góð, nærandi og gefandi tengsl eru stærsti einstaki þátturinn þegar kemur að hamingjunni. Chris Peterson, sem sérhæfði sig í jákvæðri sálfræði og kenndi við háskólann í Michigan, sagði að besta ráðið sem hann gæti gefið fólki væri að setja það ofarlega á forgangslistann að þróa góð tengsl við annað fólk. „Hamingja er annað fólk“, fullyrti hann. Gefðu gjöf sem gefur Nú fer sá tími ársins í garð þar sem við hugum að jólagjöfum handa ástvinum okkar. Hvernig væri að setja notalega samveru í forgang þessi jól til að ýta undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti við þá sem standa okkur næst? Að gefa þeim sem okkur þykir vænt um tíma í formi nærandi samveru er ein dýrmætasta gjöfin sem hægt er að gefa nokkurri manneskju. Nýleg dönsk rannsókn sýndi að börn vilja verja tíma með foreldrum sínum. Auk þess hafa niðurstöður rannsókna sýnt að unglingar sem eiga í góðum samskiptum við foreldra sína eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Samvera er einfaldlega besta forvörnin. Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra saman, skreyta piparkökur, baka laufabrauð, gera skartgripi, búa til jólakonfekt eða sultu, gera jólakrans, skreyta kerti, hanna dagatal með myndum af fjölskyldunni, gera minningamyndabók eða -myndband. Hvernig væri að fylla krukku af jurtatei, ristuðum kanilmöndlum eða karamellupoppi? Eða að hjálpa barninu við að útbúa jólagjöf handa hinu foreldrinu, öðrum fjölskyldumeðlim eða vin? Upplifun og samvera. Gaman er að útbúa gjafakort sem inniheldur samverustundir s.s. að fara saman í óvissukvöldgöngu, í sund, leikhús, bíó, á tónleika, á kaffihús, í fjallgöngu- eða fjöruferð, hjólaferð, ratleik, á sameiginlegt tómstunda- eða íþróttanámskeið, í frisbí, á skauta eða í keilu. Góðverk. Jólin eru tími kærleikans og góðverk gefa okkur tilgang auk þess sem þau bæta líf annarra. Hvernig væri að lauma einum pakka undir jólatré í verslunarmiðstöð, bjóða einhverjum heim sem vitað er að er einmana eða gefa upphæð til hjálparsamtaka? Gjafabréf. Gjöf í formi dekurs t.d. einn tími í nudd (höfuðnudd, tásunudd, herðanudd), andlitsbað eða dekurstund að eigin vali, morgunmatur í rúmið, kvöldverður við kertaljós í boði barnanna, tiltekt í bílskúr, þrif á bílnum, uppvask í eina viku, stofutónleikar, upplestur úr bók, slökun og hugleiðslustund. Einnig er hægt að búa til eftirminnilega dagskrá fyrir ástvin. Það eru engin jól án... Erlendis hefur verið boðið upp á stefnumótun fyrir fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir setjast niður og ræða gildin sín og fyrir hvað þær standa. Á einu slíku námskeiði voru börnin beðin um að klára setninguna Það eru engin jól án… Svör þeirra komu nokkuð á óvart en efst á óskalistanum voru ekki hlutir heldur samverustundir með fjölskyldunni eins og að drekka heitt kakó með rjóma, vera á náttfötunum í allan dag, horfa saman á bíómynd undir sæng, spila borðspil, borða kaniltertuna sem amma bakar alltaf um jólin og fleiri notalegar gæðastundir. Gefandi samverustundir.Aðsend Á aðventunni er einnig gott að leggja áherslu á nærandi samveru, t.d. með því að spjalla saman, skreyta piparkökuhús, fara í bíltúr saman til að skoða jólaljósin og mest skreyttu húsin eða útstillingar í verslununum, skera út laufabrauð, horfa á jólamynd, spila borðspil, hengja upp ljós og seríur og skreyta jólatréð, skrifa á jólakort á meðan hlustað er á notalega tónlist eða heimsækja jólaþorp. Þakklætiskrukka Þakklætiskrukka ætti að vera til á hverju heimili. Hlutverk hennar er að minna okkur á hvað það er margt sem við getum verið þakklát fyrir. Hægt er að nota til dæmis gamla sultukrukku og koma henni fyrir á góðum stað á heimilinu. Í krukkuna eru settir miðar með þökkum fyrir það sem hefur drifið á dagana. Þetta geta verið bíómiðar, leikhús - miðar, farseðlar, ljósmyndir, afmæliskort eða eitthvað annað sem hefur veitt gleði. Gott er að skrifa niður öll þau atriði, athafnir og atburði sem vekja jákvæðar tilfinningar eins og gleði, innblástur, vellíðan, þakklæti, æðruleysi, áhuga, von, stolt, frið, hamingju eða kærleika. Smám saman safnast þakklætismiðarnir í krukkuna. Þegar krukkan er orðin full er hún tæmd í viðurvist allra í fjölskyldunni og miðarnir lesnir upp. Þakklætiskrukkan er góð leið til að efla þakklætistilfinningu fjölskyldumeðlima. Hún minnir okkur líka á að það sem vekur með okkur jákvæðar tilfinningar er oftast innan seilingar. Þakklætiskrukka er líka tilvalin jólagjöf frá barni til þeirra sem því þykir vænt um svo sem vina og fjölskyldumeðlima. Hvettu barnið til að skrifa á miða eða hjörtu allt sem það er þakklátt fyrir í fari þess sem mun fá krukkuna. Þetta gætu verið þakkir eins og: Takk fyrir bestu knúsin, takk fyrir að skutla mér, takk fyrir að hjálpa mér með heimavinnuna, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, takk fyrir að hjálpa mér að búa til snjókarl, takk fyrir að hvetja mig áfram. Það er öllum börnum mikilvægt að njóta reglulega samverustunda með foreldrum sínum, systkinum og öðrum ástvinum og jólin eru frábært tækifæri til að hlúa að tengslunum og skapa dýrmætar minningar sem næra hjarta og huga. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Jól Börn og uppeldi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Brennu-Njálssögu sagði Gunnar á Hlíðarenda við Njál á Bergþórshvoli: „Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.“ Hamingjurannsóknir hafa einmitt sýnt að góð, nærandi og gefandi tengsl eru stærsti einstaki þátturinn þegar kemur að hamingjunni. Chris Peterson, sem sérhæfði sig í jákvæðri sálfræði og kenndi við háskólann í Michigan, sagði að besta ráðið sem hann gæti gefið fólki væri að setja það ofarlega á forgangslistann að þróa góð tengsl við annað fólk. „Hamingja er annað fólk“, fullyrti hann. Gefðu gjöf sem gefur Nú fer sá tími ársins í garð þar sem við hugum að jólagjöfum handa ástvinum okkar. Hvernig væri að setja notalega samveru í forgang þessi jól til að ýta undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti við þá sem standa okkur næst? Að gefa þeim sem okkur þykir vænt um tíma í formi nærandi samveru er ein dýrmætasta gjöfin sem hægt er að gefa nokkurri manneskju. Nýleg dönsk rannsókn sýndi að börn vilja verja tíma með foreldrum sínum. Auk þess hafa niðurstöður rannsókna sýnt að unglingar sem eiga í góðum samskiptum við foreldra sína eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Samvera er einfaldlega besta forvörnin. Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir. Hægt er t.d. að föndra saman, skreyta piparkökur, baka laufabrauð, gera skartgripi, búa til jólakonfekt eða sultu, gera jólakrans, skreyta kerti, hanna dagatal með myndum af fjölskyldunni, gera minningamyndabók eða -myndband. Hvernig væri að fylla krukku af jurtatei, ristuðum kanilmöndlum eða karamellupoppi? Eða að hjálpa barninu við að útbúa jólagjöf handa hinu foreldrinu, öðrum fjölskyldumeðlim eða vin? Upplifun og samvera. Gaman er að útbúa gjafakort sem inniheldur samverustundir s.s. að fara saman í óvissukvöldgöngu, í sund, leikhús, bíó, á tónleika, á kaffihús, í fjallgöngu- eða fjöruferð, hjólaferð, ratleik, á sameiginlegt tómstunda- eða íþróttanámskeið, í frisbí, á skauta eða í keilu. Góðverk. Jólin eru tími kærleikans og góðverk gefa okkur tilgang auk þess sem þau bæta líf annarra. Hvernig væri að lauma einum pakka undir jólatré í verslunarmiðstöð, bjóða einhverjum heim sem vitað er að er einmana eða gefa upphæð til hjálparsamtaka? Gjafabréf. Gjöf í formi dekurs t.d. einn tími í nudd (höfuðnudd, tásunudd, herðanudd), andlitsbað eða dekurstund að eigin vali, morgunmatur í rúmið, kvöldverður við kertaljós í boði barnanna, tiltekt í bílskúr, þrif á bílnum, uppvask í eina viku, stofutónleikar, upplestur úr bók, slökun og hugleiðslustund. Einnig er hægt að búa til eftirminnilega dagskrá fyrir ástvin. Það eru engin jól án... Erlendis hefur verið boðið upp á stefnumótun fyrir fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir setjast niður og ræða gildin sín og fyrir hvað þær standa. Á einu slíku námskeiði voru börnin beðin um að klára setninguna Það eru engin jól án… Svör þeirra komu nokkuð á óvart en efst á óskalistanum voru ekki hlutir heldur samverustundir með fjölskyldunni eins og að drekka heitt kakó með rjóma, vera á náttfötunum í allan dag, horfa saman á bíómynd undir sæng, spila borðspil, borða kaniltertuna sem amma bakar alltaf um jólin og fleiri notalegar gæðastundir. Gefandi samverustundir.Aðsend Á aðventunni er einnig gott að leggja áherslu á nærandi samveru, t.d. með því að spjalla saman, skreyta piparkökuhús, fara í bíltúr saman til að skoða jólaljósin og mest skreyttu húsin eða útstillingar í verslununum, skera út laufabrauð, horfa á jólamynd, spila borðspil, hengja upp ljós og seríur og skreyta jólatréð, skrifa á jólakort á meðan hlustað er á notalega tónlist eða heimsækja jólaþorp. Þakklætiskrukka Þakklætiskrukka ætti að vera til á hverju heimili. Hlutverk hennar er að minna okkur á hvað það er margt sem við getum verið þakklát fyrir. Hægt er að nota til dæmis gamla sultukrukku og koma henni fyrir á góðum stað á heimilinu. Í krukkuna eru settir miðar með þökkum fyrir það sem hefur drifið á dagana. Þetta geta verið bíómiðar, leikhús - miðar, farseðlar, ljósmyndir, afmæliskort eða eitthvað annað sem hefur veitt gleði. Gott er að skrifa niður öll þau atriði, athafnir og atburði sem vekja jákvæðar tilfinningar eins og gleði, innblástur, vellíðan, þakklæti, æðruleysi, áhuga, von, stolt, frið, hamingju eða kærleika. Smám saman safnast þakklætismiðarnir í krukkuna. Þegar krukkan er orðin full er hún tæmd í viðurvist allra í fjölskyldunni og miðarnir lesnir upp. Þakklætiskrukkan er góð leið til að efla þakklætistilfinningu fjölskyldumeðlima. Hún minnir okkur líka á að það sem vekur með okkur jákvæðar tilfinningar er oftast innan seilingar. Þakklætiskrukka er líka tilvalin jólagjöf frá barni til þeirra sem því þykir vænt um svo sem vina og fjölskyldumeðlima. Hvettu barnið til að skrifa á miða eða hjörtu allt sem það er þakklátt fyrir í fari þess sem mun fá krukkuna. Þetta gætu verið þakkir eins og: Takk fyrir bestu knúsin, takk fyrir að skutla mér, takk fyrir að hjálpa mér með heimavinnuna, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, takk fyrir að hjálpa mér að búa til snjókarl, takk fyrir að hvetja mig áfram. Það er öllum börnum mikilvægt að njóta reglulega samverustunda með foreldrum sínum, systkinum og öðrum ástvinum og jólin eru frábært tækifæri til að hlúa að tengslunum og skapa dýrmætar minningar sem næra hjarta og huga. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun