„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“ Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:00 Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun