Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 11:53 Mike Pence er sagður hyggja á mótframboð gegn Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024. AP/Lynne Sladky Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan. Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Forystusauðir Repúblikanaflokksins höfðu að mestu þagað þunnu hljóði um kvöldverðarfund sem Trump átti með West og Nick Fuentes, alræmdum rasista og afneitara helfararinnar, í Mar-a-lago-klúbbi sínum í Flórída í síðustu viku. West hefur ítrekað haft uppi gyðingaandúð undanfarnar vikur. Trump heldur því fram að West hafi ekki látið í ljós neitt gyðingahatur á fundi þeirra og að hann hafi ekki kunnað nein deili á Fuentes. Pence steig loks fram í viðtali í gær og sagði að Trump hefði ekki átt að gefa hvítum þjóðernissinna, gyðingahatara og afneitara helfararirnar sæti við borðið. „Ég tel að hann ætti að biðjast afsökunar á því og að hann ætti að fordæma þessa einstaklinga og hatursorðræðu þeirra afdráttarlaust,“ sagði Pence sem er talinn undirbúa framboð til forseta árið 2024. Trump hefur þegar lýst yfir framboði sínu. Þrátt fyrir það sagðist Pence ekki telja að Trump væri gyðingahatari, rasisti eða fordómafullur. Benti hann á að Ivanka dóttir Trump hefði snúist til gyðingatrúar þegar hún giftist eiginmanni sínu, Jared Kushner. Börn þeirra væru gyðingar. „Ég held að forsetinn hafi sýnt af sér gríðarlega lélega dómgreind að veita þessum einstaklingum sæti við borðið,“ sagði Pence. Hvatning fyrir aðra rasíska gyðingahatara Nokkrir öldungadeildarþingmenn flokksins létu einnig heyra í sér en reyndu að forðast að beina orðum sínum beint að Trump, að sögn Washington Post. Þess í stað fordæmdu þeir Fuentes sérstaklega en hann hefur meðal annars kallað eftir því að gyðingar verði gerðir brottrækir frá Bandaríkjunum og að herinn verði sendur inn í hverfi blökkumanna. „Það að Trump forseti bjóði rasískum gyðingahöturum í kvöldmat hvetur aðra rasíska gyðingahatara áfram. Þessi viðhorf eru ósiðleg og það ætti ekki að bjóða þeim til veislu. Þetta er ekki Repúblikanaflokkurinn,“ sagði Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður frá Lúisíana. Cassidy var einn sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að sakfella Trump fyrir embættisbrot eftir árásina á þinghúsið í fyrra. Shelley Moore Capito, öldungadeildarþingmaður Vestur-Virginíu, sagði að Trump hefði sannarlega átt að vita með hverjum hann snæddi. „Mér finnst það algerlega fáránlegt að setjast niður með einhverjum sem spúir slíkum skoðunum,“ sagði þingkonan.
Donald Trump Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira