Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2022 11:44 Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð. Landsvirkjun Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. Virkjunarleyfið var sent Landsvirkjun í síðustu viku, að sögn Kristjáns Geirssonar, verkefnisstjóra vatnsauðlinda hjá Orkustofnun. Endanleg útgáfa leyfisins verður birt eftir að viðbrögð eru komin frá umsækjanda. Komi engar athugasemdir frá honum verður virkjunarleyfið gefið út, að sögn Kristjáns. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali um Hvammsvirkjun í fyrra.Sigurjón Ólason Þegar Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið í fyrra vonaðist forstjórinn, Hörður Arnarson, til þess í viðtali í frétt Stöðvar 2 að framkvæmdir gætu hafist árið eftir, það er á þessu ári. Það væri mat fyrirtækisins að nýja orku þyrfti inn í kerfið eigi síðar en á árunum 2025 til 2026. Eins og staðan væri í orkukerfinu þyrfti næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, meðal annars út af takmörkunum í flutningskerfinu. Í frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í vor kom fram að ráðamenn Landsvirkjunar vonuðust til að geta hafið undirbúningsframkvæmdir fyrir þessa næstu stórvirkjun landsins með haustinu. Virkunarleyfi er forsenda þess að Landsvirkjun geti sótt um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarfélaga. Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að Hvammsvirkjun hafi verið í orkunýtingarflokki rammaáætlunar frá árinu 2015. Hún sé í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár; Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell.Landsvirkjun Mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar lauk í mars 2018, en þá gaf Skipulagsstofnun út álit á tveimur umhverfisþáttum af tólf. Úrskurður Skipulagsstofnunar á hinum tíu þáttunum frá árinu 2003 er í fullu gildi. Á vef Landsvirkjunar segir ennfremur að Minjastofnun Íslands hafi gefið leyfi fyrir Hvammsvirkjun í nóvember 2021 og Fiskistofa í júlí 2022. Með henni hafi fylgt umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar og álit Veiðifélags Þjórsár. Hvammsvirkjun yrði 95 megavött að stærð og áætlaði forstjóri Landsvirkjunar í fyrra að smíði hennar myndi kosta 300 til 350 milljónir dollara, sem þá var milli 40 og 45 milljarðar króna. Virkjunin myndi nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júní 2021 þegar Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í vor þegar framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar vonaðist til að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu: Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Breyttar áherslur í rekstri Landsvirkjunar og horft til aukinna fjárfestinga Fjárfestingar Landsvirkjunar í aukinni raforkuframleiðslu munu nema meira en 100 milljörðum króna á næstu fjórum til fimm árum, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Bundnar eru vonir við að Orkustofnun gefi út leyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir lok mánaðarins. Ekki er lengur stefnt að því að greiða niður skuldir í sama mæli og síðustu ár. 21. nóvember 2022 16:00 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Virkjunarleyfið var sent Landsvirkjun í síðustu viku, að sögn Kristjáns Geirssonar, verkefnisstjóra vatnsauðlinda hjá Orkustofnun. Endanleg útgáfa leyfisins verður birt eftir að viðbrögð eru komin frá umsækjanda. Komi engar athugasemdir frá honum verður virkjunarleyfið gefið út, að sögn Kristjáns. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali um Hvammsvirkjun í fyrra.Sigurjón Ólason Þegar Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið í fyrra vonaðist forstjórinn, Hörður Arnarson, til þess í viðtali í frétt Stöðvar 2 að framkvæmdir gætu hafist árið eftir, það er á þessu ári. Það væri mat fyrirtækisins að nýja orku þyrfti inn í kerfið eigi síðar en á árunum 2025 til 2026. Eins og staðan væri í orkukerfinu þyrfti næsti virkjanakostur að vera á Suðurlandi, meðal annars út af takmörkunum í flutningskerfinu. Í frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í vor kom fram að ráðamenn Landsvirkjunar vonuðust til að geta hafið undirbúningsframkvæmdir fyrir þessa næstu stórvirkjun landsins með haustinu. Virkunarleyfi er forsenda þess að Landsvirkjun geti sótt um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarfélaga. Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að Hvammsvirkjun hafi verið í orkunýtingarflokki rammaáætlunar frá árinu 2015. Hún sé í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár; Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell.Landsvirkjun Mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar lauk í mars 2018, en þá gaf Skipulagsstofnun út álit á tveimur umhverfisþáttum af tólf. Úrskurður Skipulagsstofnunar á hinum tíu þáttunum frá árinu 2003 er í fullu gildi. Á vef Landsvirkjunar segir ennfremur að Minjastofnun Íslands hafi gefið leyfi fyrir Hvammsvirkjun í nóvember 2021 og Fiskistofa í júlí 2022. Með henni hafi fylgt umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar og álit Veiðifélags Þjórsár. Hvammsvirkjun yrði 95 megavött að stærð og áætlaði forstjóri Landsvirkjunar í fyrra að smíði hennar myndi kosta 300 til 350 milljónir dollara, sem þá var milli 40 og 45 milljarðar króna. Virkjunin myndi nýta bæði uppistöðulón og raflínur sem þegar eru til staðar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júní 2021 þegar Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í apríl í vor þegar framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar vonaðist til að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu:
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Orkuskipti Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Breyttar áherslur í rekstri Landsvirkjunar og horft til aukinna fjárfestinga Fjárfestingar Landsvirkjunar í aukinni raforkuframleiðslu munu nema meira en 100 milljörðum króna á næstu fjórum til fimm árum, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Bundnar eru vonir við að Orkustofnun gefi út leyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir lok mánaðarins. Ekki er lengur stefnt að því að greiða niður skuldir í sama mæli og síðustu ár. 21. nóvember 2022 16:00 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Breyttar áherslur í rekstri Landsvirkjunar og horft til aukinna fjárfestinga Fjárfestingar Landsvirkjunar í aukinni raforkuframleiðslu munu nema meira en 100 milljörðum króna á næstu fjórum til fimm árum, að sögn Harðar Arnarsonar forstjóra. Bundnar eru vonir við að Orkustofnun gefi út leyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir lok mánaðarins. Ekki er lengur stefnt að því að greiða niður skuldir í sama mæli og síðustu ár. 21. nóvember 2022 16:00
Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44
Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23