„Það er enginn að fara að afboða áramótin né jól og andrúmsloft nýja ársins á að ríkja,“ sagði borgarstjórinn Vitali Klitschko í samtali við fréttaveituna RBC-Ukraine.
„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar,“ sagði hann einnig.
Rússar hafa verið iðnir við árásir á orkuinnviði Úkraínu og sökum orkuskortsins í landinu verða trén ljóslaus að sögn Sergey Kovalenko, framkvæmdastjóra orkufyrirtækisins YASNO.
Klitschko sagði að það yrðu hins vegar engar fjöldasamkomur né tónleikar í ár, líkt og venja er um áramót.
Orkuskortur og hækkandi orkuverð í Evrópu hefur orðið til þess að yfirvöld hafa þurft að grípa til ýmissa úrræða til að draga úr orkunotkun.
Í Ungverjalandi hefur söfnum, leikhúsum, sundlaugum og íþróttaleikvöngum verið lokað yfir vetrartímann.