Sport

Dag­skráin í dag: Vals­menn í Frakk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson og liðsfélagar hans í Val eru komnir til Frakklands.
Benedikt Gunnar Óskarsson og liðsfélagar hans í Val eru komnir til Frakklands. vísir/Diego

Valur mætir PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Um er að ræða þriðja leik liðsins í keppninni en til þessa hafa Valsmenn unnið tvo leiki og tapað aðeins einum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.30 hefst útsending frá leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni. Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, leikur með PAUC en verður að öllum líkindum fjarri góðu gamni í kvöld.

Að leik loknum, klukkan 21.15, hefst Uppgjörið en þar er farið yfir leiki kvöldsins í Evrópudeildinni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.40 hefst útsending frá leik Ystad og Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta en bæði lið eru með Val í riðli. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg.

Klukkan 19.15 er Lokasóknin á dagskrá. Þar er Andri Ólafsson yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð NFL deildarinnar.

Stöð 2 Esport

Klukkan 19.15 hefst bein útsending frá Ljósleiðaradeildinni en þar er keppt í CS:GO. Leikir kvöldsins eru Ten5ion-SAGA og Þór-LAVA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×