Hafði búið á Íslandi í nokkur ár en vissi ekki eigið heimilisfang Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 07:01 Ísól Björk Karlsdóttir var gestur í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að halda á lofti umræðunni um ofbeldi í nánum samböndum segir ráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu. Hún sér um fræðslu einstaklinga frá leikskólaaldri og segir að sérstaklega þurfi að huga að innflytjendum. „Ég vissi alltaf af Kvennaathvarfinu en ég byrjaði að vinna þar fyrir átta árum eftir að hafa séð auglýst starf og sótt um. Ég var á þeim tímapunkti að vinna við lokaritgerð í mastersámi við HÍ og hafði kynnt mér starfsemi Kvennaathvarfsins tengt þeirri vinnu en markmið rannsóknar minnar var að varpa ljósi á stöðu kvenna sem höfðu flutt frá löndum utan EES til Íslands og lenda í ofbeldissamböndum,“ segir Ísól Björk Karlsdóttir ráðgjafi hjá athvarfinu. Einangrun og hindranir „Ég tók viðtöl við konur, til að spyrja um þær hindranir sem þær glímdu við þegar þær reyndu að koma sér úr aðstæðum ofbeldisins og hvort þær hefðu fengið einhverskonar fræðslu við komuna til Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mikilvægt væri að veita innflytjendum einhverja fræðslu, upplýsingar fljótlega eftir komu þeirra til landsins. Þær vissu lítið sem ekkert um Ísland áður en þær komu hingað, né nokkuð um þau úrræði sem eru í boði. Mennirnir sem þær treystu nýttu sér þekkingar- og úrræðaleysi þeirra með því að halda frá þeim upplýsingum eða með því að gefa þeim rangar upplýsingar.“ Enginn þeirra vissi af starfsemi Kvennaathvarfsins eða jafnvel tilvist þess þegar ofbeldið gagnvart þeim hófst. „Þær töluðu um lagalegar og félagslegar hindranir, einangrun að þær hefðu sjálfar viljað búa yfir upplýsingum um þau mörgu úrræði sem eru fyrir fólk í þessari stöðu, hvert er hægt að leita. Til dæmis að óhætt sé að hringja í lögreglu, að friðhelgi einkalífsins nær ekki yfir heimilisofbeldi, ekki einkamál para, það er víða hægt að fá aðstoð. Þær hefðu vilja búa yfir þessum upplýsingum.“ Rætt var við Ísól í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember. Klippa: Mennirnir sem þær treystu nýttu sér þekkingar- og úrræðaleysi þeirra Andlega ofbeldið lúmskt „Þekking á ofbeldi í nánum samböndum hjálpar öllu fólki við að greina mynstur í eigin lífi til að greina hugsanlega áhættuþætti fyrir ofbeldi,“ segir Ísól en hún er yfir fræðslumálum Kvennaathvarfsins í dag. „Með því að fræða okkur sjálf, getum við frætt aðra. Verið viðbúnari við að aðstoða aðra, sjá rauðu flöggin, bregðast við og geta bent á gagnleg úrræði eins og Kvennaathvarfið. “ Ísól segir mikilvægt að fólk viti að það er aðstoð í boði fyrir bæði þolendur og gerendur hér á landi. „Það er mikilvægt að fræða fólk frá unga aldri, að fólk geti skapað heilbrigð sambönd frá upphafi. Þekkja muninn á því sem fólki kann að virðast „eðlilegt“ og því sem er öruggt og heilbrigt. Andlegt ofbeldi er mjög lúmskt og kemur aftan að fólki. Konur hafa oft sagt okkur frá því í athvarfinu að það hafi tekið þær langan tíma jafnvel mörg ár að átta sig á því að um andlegt ofbeldi var að ræða. Viðtölum í athvarfinu hefur fjölgað mikið síðustu ár og ljóst er að met verður slegið árið 2022.Stöð 2 Umræðan er versti óvinur ofbeldis Hún segir að forvarnir og fræðsla um ofbeldi í nánum samböndum sé gríðarlega mikilvæg og vitundavakningin sem er að eiga sér stað. „Öll umræða og umtal er versti óvinur ofbeldisins.“ Ísól segir að það sé ákveðinn misskilningur að Kvennaathvarfið sé eingöngu fyrir konur sem dvelja þar og þeirra börn. Einnig að athvarfið sé bara fyrir konur sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi í nánu sambandi. „Starfsemin og þjónustan er mun víðfeðmari en það. Konur hafa sagt okkur að þær héldu að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur sem þyrftu á dvöl að halda og að það þyrfti að vera eftir líkamlegt ofbeldi. Við bjóðum uppá viðtöl alla virka daga, í húsi og svo er neyðarsíminn opinn allan sólarhringinn. Það er öllum frjálst að hafa samband. leita til hvort sem þú ert í ofbeldissambandi eða hefur verið, eða til að fá staðfestingu hvort um ofbeldi er að ræða. Það hefur aukist að aðstandendur, nágrannar og vinnuveitendur eða vinnufélagar hringi til að fá upplýsingar og ráð sem er mjög jákvætt. Kvennaanthvarfið sinnir fræðslustarfsemi og þótt það sé staðsett í Reykjavík þá þjónar það öllu landinu.“ Ekki svo auðvelt að fara Hún segir líka mikilvægt að leiðrétta mýtur eins og: Ég ætti ekki að skipta mér af einkamálum í þessari fjölskyldu Jú, því þótt einhver í fjölskyldu sé beittur ofbeldi á heimili sínu þá er það ekki einkamál fjölskyldunnar heldur samfélagslegt vandamál sem varðar okkur öll. Ef þetta væri virkilega slæmt, myndi viðkomandi bara fara Nei, heimilisofbeldi er svo margslungið, oft flókið samspil sem erfitt er að slíta sig frá vegna til dæmis nándar við gerandann, langvarandi andlegu niðurbroti og/eða fjárhagslegra skuldbindinga. Hver sem er getur lent í ofbeldissambandi og það getur verið mjög erfitt að fara og ástæðurnar margvíslegar. Það getur tekið tíma, mörg skipti að fara úr aðstæðunum og því mikilvægt t.d. að aðstandendur veiti svigrúm en haldi áfram að vera til staðar, styðja og benda á úrræði. Ef viðkomandi vill mína hjálp þá myndi hún/hann biðja mig um hjálp Nei, það er yfirleitt ekki tilfellið, en þolendur eru hins vegar líklegir til að þiggja hjálp ef þeim er boðin hún. Konur frá 48 löndum Ísól segir mikilvægt að ná til hópa í viðkvæmri stöðu. „Það er til dæmis alltaf okkar áhyggjuefni að ná til erlendra kvenna sem tala ekki íslensku, kannski litla sem enga ensku, eru einangraðar og vita ekki hvernig samfélagið virkar. þess vegna er svo mikilvægt að vera öll vakandi og bregðast við. Þær hafa sagt okkur flestar að þeim hafi verið bent á Kvennaathvarfið af vini, vinnuveitenda, nágranna, samstarfsfélaga. Einhver sem hafði áhyggjur og var tilbúinn til að láta sig málið varða. Það er svo mikilvægt. Sumar höfðu verið mjög einangraðar og það er dæmi um konu sem hafði búið á Íslandi í ár en gat ekki nefnt götuheitið, hvar hún bjó.“ Ísól bendir á að í fyrra leituðu til Kvennaathvarfsins konur frá 48 löndum, en tungumál er aldrei hindrun. Kallað er eftir aðstoð túlks þegar þess er þörf. „Mikilvægt er að þær komist til okkar og fái aðstoð við að taka þessi skref úr ofbeldisaðstæðum.“ Aldrei barninu að kenna Það er líka mikilvægt að ræða við börnin og gerði Kvennaathvarfið teiknimynd fyrir nokkrum árum sem er aðgengileg á vefnum þeirra. Myndin Tölum um ofbeldi var gerð á nokkrum tungumálum. Hún hefur verið sýnd í grunnskólum og víðar en þar koma fram mikilvæg skilaboð til barna, að heimilisofbeldi á ekki að vera leyndarmál. Það getur átt sér stað í öllum fjölskyldum og fjölskyldumynstrum og óháð því hvaðan þú kemur eða hvernig þú ert. Ofbeldið er aldrei barninu að kenna, það er á ábyrgð fullorðinna að börnum líði vel. Ísól segir að í myndinni sé komið inn á það hversu mikilvægt það er að segja frá. „Tala við einhvern sem þú treystir, það er hægt að fá aðstoð fyrir bæði þá sem verða fyrir ofbeldi og þá sem beita því. Að við komum þessum skilaboðum til barna og hvetjum þau til að segja frá.“ Heimilisofbeldi er ekki einkamál Kvennaathvarfið fer reglulega með fræðslu í framhaldsskólana og segir Ísól að það hafi gengið mjög vel. „Við segjum þeim frá starfsemi Kvennaathvarfsins og ræðum ofbeldi í nánum samböndum. Förum í skilgreininguna, að ekki er um einstakan atburð að ræða heldur er annar aðilinn kerfisbundið að brjóta niður sjálfsmynd og sjálfsstraust hins aðilans í þeim tilgangi að hafa stjórn, ná valdi. Við förum meðal annars yfir birtingarmyndir og afleiðingar og úrræði. Við höfum til dæmis sýnt herferðina „Þekktu rauðu ljósin.“ Myndbönd þar sem fólk segir frá sinni reynslu, hver svona voru helstu viðvörunarmerkin sem birtust smátt og smátt í sambandinu.“ Það mikilvægasta sem við sem þjóð getum gert er að huga að forvörnum og fræðslu að sögn Ísólar. „Það er aldrei of oft brýnt að heimilisofbeldi er ekki einkamál. Hvernig getum við komið í veg fyrir að fólk beiti annað fólk ofbeldi? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að tala um það, segja frá, tilkynna um grun og kynna okkur þau úrræði sem í boði eru fyrir bæði þá sem verða fyrir og þá sem beita ofbeldi. Ísól Björk var viðmælandi í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf.Vísir/Vilhelm Okkur ber skilda að tilkynna Þegar kvennaathvarfið var stofnað fyrir 40 árum þá ríkti mikil leynd yfir heimilisofbeldi, það var litið á heimilisofbeldi sem einkamál, það var mjög falið. „Sem betur fer hefur þetta breyst mjög. Umræðan er svo mikilvæg og þögnin hættuleg. Það er kannski hægt líta á það sem neikvætt að í gegnum árin, áratugina hefur Kvennaathvarfið þurft að stækka húsnæði sitt, auðvitað væri óskastaða að geta skellt í lás því hér þrifist ekki ofbeldi. En það er jákvætt að ástæðan er sú að það eru alltaf fleiri að sækja sér þjónustuna, hvort sem er í dvöl eða viðtöl eða að hafa samband, veigra sér síður við það, að hafa samband. Það hefur aukist mjög að aðstandendur hringi, nágrannar sem hafa áhyggjur, vinnuveitendur og ýmist fagfólk. Fólk sem hefur samband við okkur til að fá upplýsingar og ráð. Að við látum þetta okkur öll varða, komum þeim skilaboðum út í samfélagið að við líðum ekki ofbeldi.“ Á heimasíða Kvennaathvarfsins má finna fræðslu, spurningalista, bæklinga, til dæmis um hvernig eigi að skipta sér af. „Okkur öllum ber skylda til að tilkynna ef barn er á heimilinu. Greinar, myndbönd og fleira. Ég hvet öll til að skoða síðuna okkar kvennaathvarf.is“ Viðtalið við Ísól í þættinum má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Söfnunarþáttinn má finna á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Kvennaathvarfið Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 „Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01 Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Þarf stundum að þurrka tárin úti í horni „Konurnar eru á öllum aldri. Hingað koma börn á öllum aldri líka. Við höfum fengið nýfædd börn í hús og allt að átján ára.“ 12. nóvember 2022 20:00 „Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Ég vissi alltaf af Kvennaathvarfinu en ég byrjaði að vinna þar fyrir átta árum eftir að hafa séð auglýst starf og sótt um. Ég var á þeim tímapunkti að vinna við lokaritgerð í mastersámi við HÍ og hafði kynnt mér starfsemi Kvennaathvarfsins tengt þeirri vinnu en markmið rannsóknar minnar var að varpa ljósi á stöðu kvenna sem höfðu flutt frá löndum utan EES til Íslands og lenda í ofbeldissamböndum,“ segir Ísól Björk Karlsdóttir ráðgjafi hjá athvarfinu. Einangrun og hindranir „Ég tók viðtöl við konur, til að spyrja um þær hindranir sem þær glímdu við þegar þær reyndu að koma sér úr aðstæðum ofbeldisins og hvort þær hefðu fengið einhverskonar fræðslu við komuna til Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mikilvægt væri að veita innflytjendum einhverja fræðslu, upplýsingar fljótlega eftir komu þeirra til landsins. Þær vissu lítið sem ekkert um Ísland áður en þær komu hingað, né nokkuð um þau úrræði sem eru í boði. Mennirnir sem þær treystu nýttu sér þekkingar- og úrræðaleysi þeirra með því að halda frá þeim upplýsingum eða með því að gefa þeim rangar upplýsingar.“ Enginn þeirra vissi af starfsemi Kvennaathvarfsins eða jafnvel tilvist þess þegar ofbeldið gagnvart þeim hófst. „Þær töluðu um lagalegar og félagslegar hindranir, einangrun að þær hefðu sjálfar viljað búa yfir upplýsingum um þau mörgu úrræði sem eru fyrir fólk í þessari stöðu, hvert er hægt að leita. Til dæmis að óhætt sé að hringja í lögreglu, að friðhelgi einkalífsins nær ekki yfir heimilisofbeldi, ekki einkamál para, það er víða hægt að fá aðstoð. Þær hefðu vilja búa yfir þessum upplýsingum.“ Rætt var við Ísól í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember. Klippa: Mennirnir sem þær treystu nýttu sér þekkingar- og úrræðaleysi þeirra Andlega ofbeldið lúmskt „Þekking á ofbeldi í nánum samböndum hjálpar öllu fólki við að greina mynstur í eigin lífi til að greina hugsanlega áhættuþætti fyrir ofbeldi,“ segir Ísól en hún er yfir fræðslumálum Kvennaathvarfsins í dag. „Með því að fræða okkur sjálf, getum við frætt aðra. Verið viðbúnari við að aðstoða aðra, sjá rauðu flöggin, bregðast við og geta bent á gagnleg úrræði eins og Kvennaathvarfið. “ Ísól segir mikilvægt að fólk viti að það er aðstoð í boði fyrir bæði þolendur og gerendur hér á landi. „Það er mikilvægt að fræða fólk frá unga aldri, að fólk geti skapað heilbrigð sambönd frá upphafi. Þekkja muninn á því sem fólki kann að virðast „eðlilegt“ og því sem er öruggt og heilbrigt. Andlegt ofbeldi er mjög lúmskt og kemur aftan að fólki. Konur hafa oft sagt okkur frá því í athvarfinu að það hafi tekið þær langan tíma jafnvel mörg ár að átta sig á því að um andlegt ofbeldi var að ræða. Viðtölum í athvarfinu hefur fjölgað mikið síðustu ár og ljóst er að met verður slegið árið 2022.Stöð 2 Umræðan er versti óvinur ofbeldis Hún segir að forvarnir og fræðsla um ofbeldi í nánum samböndum sé gríðarlega mikilvæg og vitundavakningin sem er að eiga sér stað. „Öll umræða og umtal er versti óvinur ofbeldisins.“ Ísól segir að það sé ákveðinn misskilningur að Kvennaathvarfið sé eingöngu fyrir konur sem dvelja þar og þeirra börn. Einnig að athvarfið sé bara fyrir konur sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi í nánu sambandi. „Starfsemin og þjónustan er mun víðfeðmari en það. Konur hafa sagt okkur að þær héldu að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur sem þyrftu á dvöl að halda og að það þyrfti að vera eftir líkamlegt ofbeldi. Við bjóðum uppá viðtöl alla virka daga, í húsi og svo er neyðarsíminn opinn allan sólarhringinn. Það er öllum frjálst að hafa samband. leita til hvort sem þú ert í ofbeldissambandi eða hefur verið, eða til að fá staðfestingu hvort um ofbeldi er að ræða. Það hefur aukist að aðstandendur, nágrannar og vinnuveitendur eða vinnufélagar hringi til að fá upplýsingar og ráð sem er mjög jákvætt. Kvennaanthvarfið sinnir fræðslustarfsemi og þótt það sé staðsett í Reykjavík þá þjónar það öllu landinu.“ Ekki svo auðvelt að fara Hún segir líka mikilvægt að leiðrétta mýtur eins og: Ég ætti ekki að skipta mér af einkamálum í þessari fjölskyldu Jú, því þótt einhver í fjölskyldu sé beittur ofbeldi á heimili sínu þá er það ekki einkamál fjölskyldunnar heldur samfélagslegt vandamál sem varðar okkur öll. Ef þetta væri virkilega slæmt, myndi viðkomandi bara fara Nei, heimilisofbeldi er svo margslungið, oft flókið samspil sem erfitt er að slíta sig frá vegna til dæmis nándar við gerandann, langvarandi andlegu niðurbroti og/eða fjárhagslegra skuldbindinga. Hver sem er getur lent í ofbeldissambandi og það getur verið mjög erfitt að fara og ástæðurnar margvíslegar. Það getur tekið tíma, mörg skipti að fara úr aðstæðunum og því mikilvægt t.d. að aðstandendur veiti svigrúm en haldi áfram að vera til staðar, styðja og benda á úrræði. Ef viðkomandi vill mína hjálp þá myndi hún/hann biðja mig um hjálp Nei, það er yfirleitt ekki tilfellið, en þolendur eru hins vegar líklegir til að þiggja hjálp ef þeim er boðin hún. Konur frá 48 löndum Ísól segir mikilvægt að ná til hópa í viðkvæmri stöðu. „Það er til dæmis alltaf okkar áhyggjuefni að ná til erlendra kvenna sem tala ekki íslensku, kannski litla sem enga ensku, eru einangraðar og vita ekki hvernig samfélagið virkar. þess vegna er svo mikilvægt að vera öll vakandi og bregðast við. Þær hafa sagt okkur flestar að þeim hafi verið bent á Kvennaathvarfið af vini, vinnuveitenda, nágranna, samstarfsfélaga. Einhver sem hafði áhyggjur og var tilbúinn til að láta sig málið varða. Það er svo mikilvægt. Sumar höfðu verið mjög einangraðar og það er dæmi um konu sem hafði búið á Íslandi í ár en gat ekki nefnt götuheitið, hvar hún bjó.“ Ísól bendir á að í fyrra leituðu til Kvennaathvarfsins konur frá 48 löndum, en tungumál er aldrei hindrun. Kallað er eftir aðstoð túlks þegar þess er þörf. „Mikilvægt er að þær komist til okkar og fái aðstoð við að taka þessi skref úr ofbeldisaðstæðum.“ Aldrei barninu að kenna Það er líka mikilvægt að ræða við börnin og gerði Kvennaathvarfið teiknimynd fyrir nokkrum árum sem er aðgengileg á vefnum þeirra. Myndin Tölum um ofbeldi var gerð á nokkrum tungumálum. Hún hefur verið sýnd í grunnskólum og víðar en þar koma fram mikilvæg skilaboð til barna, að heimilisofbeldi á ekki að vera leyndarmál. Það getur átt sér stað í öllum fjölskyldum og fjölskyldumynstrum og óháð því hvaðan þú kemur eða hvernig þú ert. Ofbeldið er aldrei barninu að kenna, það er á ábyrgð fullorðinna að börnum líði vel. Ísól segir að í myndinni sé komið inn á það hversu mikilvægt það er að segja frá. „Tala við einhvern sem þú treystir, það er hægt að fá aðstoð fyrir bæði þá sem verða fyrir ofbeldi og þá sem beita því. Að við komum þessum skilaboðum til barna og hvetjum þau til að segja frá.“ Heimilisofbeldi er ekki einkamál Kvennaathvarfið fer reglulega með fræðslu í framhaldsskólana og segir Ísól að það hafi gengið mjög vel. „Við segjum þeim frá starfsemi Kvennaathvarfsins og ræðum ofbeldi í nánum samböndum. Förum í skilgreininguna, að ekki er um einstakan atburð að ræða heldur er annar aðilinn kerfisbundið að brjóta niður sjálfsmynd og sjálfsstraust hins aðilans í þeim tilgangi að hafa stjórn, ná valdi. Við förum meðal annars yfir birtingarmyndir og afleiðingar og úrræði. Við höfum til dæmis sýnt herferðina „Þekktu rauðu ljósin.“ Myndbönd þar sem fólk segir frá sinni reynslu, hver svona voru helstu viðvörunarmerkin sem birtust smátt og smátt í sambandinu.“ Það mikilvægasta sem við sem þjóð getum gert er að huga að forvörnum og fræðslu að sögn Ísólar. „Það er aldrei of oft brýnt að heimilisofbeldi er ekki einkamál. Hvernig getum við komið í veg fyrir að fólk beiti annað fólk ofbeldi? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að tala um það, segja frá, tilkynna um grun og kynna okkur þau úrræði sem í boði eru fyrir bæði þá sem verða fyrir og þá sem beita ofbeldi. Ísól Björk var viðmælandi í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf.Vísir/Vilhelm Okkur ber skilda að tilkynna Þegar kvennaathvarfið var stofnað fyrir 40 árum þá ríkti mikil leynd yfir heimilisofbeldi, það var litið á heimilisofbeldi sem einkamál, það var mjög falið. „Sem betur fer hefur þetta breyst mjög. Umræðan er svo mikilvæg og þögnin hættuleg. Það er kannski hægt líta á það sem neikvætt að í gegnum árin, áratugina hefur Kvennaathvarfið þurft að stækka húsnæði sitt, auðvitað væri óskastaða að geta skellt í lás því hér þrifist ekki ofbeldi. En það er jákvætt að ástæðan er sú að það eru alltaf fleiri að sækja sér þjónustuna, hvort sem er í dvöl eða viðtöl eða að hafa samband, veigra sér síður við það, að hafa samband. Það hefur aukist mjög að aðstandendur hringi, nágrannar sem hafa áhyggjur, vinnuveitendur og ýmist fagfólk. Fólk sem hefur samband við okkur til að fá upplýsingar og ráð. Að við látum þetta okkur öll varða, komum þeim skilaboðum út í samfélagið að við líðum ekki ofbeldi.“ Á heimasíða Kvennaathvarfsins má finna fræðslu, spurningalista, bæklinga, til dæmis um hvernig eigi að skipta sér af. „Okkur öllum ber skylda til að tilkynna ef barn er á heimilinu. Greinar, myndbönd og fleira. Ég hvet öll til að skoða síðuna okkar kvennaathvarf.is“ Viðtalið við Ísól í þættinum má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Söfnunarþáttinn má finna á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Kvennaathvarfið Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01 „Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01 Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00 Þarf stundum að þurrka tárin úti í horni „Konurnar eru á öllum aldri. Hingað koma börn á öllum aldri líka. Við höfum fengið nýfædd börn í hús og allt að átján ára.“ 12. nóvember 2022 20:00 „Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið „Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 26. nóvember 2022 17:01
„Þær taka valdið aftur í sínar hendur“ Gögn Kvennaathvarfsins eru ekki geymd undir nöfnum kvennanna sem þangað leita vegna ofbeldis í nánum samskiptum. Mikil áhersla er lögð á trúnað og eru konurnar ekki spurðar um nafn þess sem beitti þær ofbeldi. 19. nóvember 2022 08:01
Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ 18. nóvember 2022 06:00
Þarf stundum að þurrka tárin úti í horni „Konurnar eru á öllum aldri. Hingað koma börn á öllum aldri líka. Við höfum fengið nýfædd börn í hús og allt að átján ára.“ 12. nóvember 2022 20:00
„Við vissum ekki hvort við myndum lifa þetta af“ „Meðan hann var í vinnunni þá var þetta allt í lagi, við nutum þess að vera saman. Við höfum alltaf verið mjög þétt fjölskylda þannig að tíminn sem við áttum saman á meðan hann var í vinnu var mjög ljúfur. Svo var það skýið sem kom í kringum hálf fjögur og helgarnar sem voru bara martröð“ 11. nóvember 2022 07:00