Galdrar gerast við spilaborðið Spilavinir 28. nóvember 2022 10:48 Svanhildur Eva Stefánsdóttir annar stofnandi verslunarinnar Spilavina segir einstaka tengingu myndast milli fólks þegar það spilar við hvert annað. Spilavinir „Ég er oft spurð hvert sé mitt uppáhalds spil eða hvaða spil ég spili mest en það fer allt eftir því við hvern ég er að spila hvaða spil verður fyrir valinu í hvert sinn. Það er samveran sem skiptir langmestu máli, samræðurnar, tengingin og samskiptin sem verða milli þeirra sem spila. Spil geta gefið okkur svo mikið af hlátri, gleði og minningum. Það gerast ákveðnir galdrar við spilaborðið,“ segir Svanhildur Eva Stefánsdóttir annar stofnandi verslunarinnar Spilavina en Spilavinir eru vefverslun vikunnar á Vísi. Galdrarnir felist í tengslunum sem myndist og fjölskyldubönd styrkist við spilaborðið. „Mörg spil eru hönnuð þannig að við þurfum að tala saman, fylgjast með hvert öðru, horfa í augu og lesa úr svipbrigðum, sýna þolinmæði og líka tillitsemi. Stundum á að blekkja andstæðinginn og það getur verið sjúklega fyndið og skemmtilegt þegar krakkar og unglingar spila við foreldra sína. Oft þarf að reikna marga leiki fram í tímann. Félagsleg færni eykst við að spila. Við göngumst inn á ákveðinn samning þegar við setjumst niður að vera hér saman í þessari stund. Spil geta gefið okkur mikinn hlátur og gleði en það þarf að finna spil við hæfi, það er ekkert gaman að spila ef einhver nýtur sín ekki í spilinu eða leiðist,“ útskýrir Svanhildur. Sjálf á Svanhildur minningar frá því að hafa spilað við ömmu sína í æsku. Hún hefur spilað við föður sinn frá því hún var krakki og gerir enn og spilar við sín eigin börn og við vini sína. „Þannig urðu Spilavinir til, við vinkona mín vorum að spila yfir kaffibolla og þessi hugmynd spratt út úr þeirri samverustund.“ Möndlugjöf sem hittir í mark Svanhildur segir ríka hefð fyrir því að gefa spil í möndlugjöf á jólum, þá sækir fjölskyldan sem aldrei fyrr í samveru og gefi sér tíma. Hjá Spilavinum er hægt að fá ráðleggingar um hverskonar spil henta. „Við eru með ótal hugmyndir að möndlugjöfum. Oft kemur fólk í búðina og hefur séð eitthvert spil skora hátt á vinsældalistum á vefsíðum en það segir ekki allt. Við spyrjum hve margir munu spila, er það bara fjölskyldan eða frændi og frænka líka, á hvaða aldri er spilafólkið og hvað finnst þeim skemmtilegt. Sumum finnst þetta skrítið og full persónulegt en við gerum þetta til þess að spilið skili sínu verki. Við erum með mörg spil, margar víddir og alltaf eitthvað nýtt.“ Hvetja unglinga til að leggja frá sér símann Spilavinir hafa undanfarin ár boðið upp á spilakvöld og hafa foreldrafélög meðal annars nýtt sér það á bekkjarkvöldum. Spilakvöldin lögðust af í covid en eru komin á fullt aftur. „Við söknuðum spilakvöldanna í skólunum mjög því við fengum svo mikið út úr því að sjá upplifunina hjá krökkunum og ekki síður hjá foreldrunum. Við setjum upp stöðvar með mismunandi spilum og leggjum ríka áherslu á að foreldrarnir séu ekki bara að aðstoða krakkana við að spila heldur setjist sjálf við borðið og spili. Markmiðið hjá Spilavinum er að skólarnir hafi til spil í frímínútum fyrir krakkana til að þau vilji leggja símana frá sér. Að þau taki samveruna í spilum fram yfir einveruna í símanum,“ segir Svanhildur. Jól Vefverslun vikunnar Börn og uppeldi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Spil geta gefið okkur svo mikið af hlátri, gleði og minningum. Það gerast ákveðnir galdrar við spilaborðið,“ segir Svanhildur Eva Stefánsdóttir annar stofnandi verslunarinnar Spilavina en Spilavinir eru vefverslun vikunnar á Vísi. Galdrarnir felist í tengslunum sem myndist og fjölskyldubönd styrkist við spilaborðið. „Mörg spil eru hönnuð þannig að við þurfum að tala saman, fylgjast með hvert öðru, horfa í augu og lesa úr svipbrigðum, sýna þolinmæði og líka tillitsemi. Stundum á að blekkja andstæðinginn og það getur verið sjúklega fyndið og skemmtilegt þegar krakkar og unglingar spila við foreldra sína. Oft þarf að reikna marga leiki fram í tímann. Félagsleg færni eykst við að spila. Við göngumst inn á ákveðinn samning þegar við setjumst niður að vera hér saman í þessari stund. Spil geta gefið okkur mikinn hlátur og gleði en það þarf að finna spil við hæfi, það er ekkert gaman að spila ef einhver nýtur sín ekki í spilinu eða leiðist,“ útskýrir Svanhildur. Sjálf á Svanhildur minningar frá því að hafa spilað við ömmu sína í æsku. Hún hefur spilað við föður sinn frá því hún var krakki og gerir enn og spilar við sín eigin börn og við vini sína. „Þannig urðu Spilavinir til, við vinkona mín vorum að spila yfir kaffibolla og þessi hugmynd spratt út úr þeirri samverustund.“ Möndlugjöf sem hittir í mark Svanhildur segir ríka hefð fyrir því að gefa spil í möndlugjöf á jólum, þá sækir fjölskyldan sem aldrei fyrr í samveru og gefi sér tíma. Hjá Spilavinum er hægt að fá ráðleggingar um hverskonar spil henta. „Við eru með ótal hugmyndir að möndlugjöfum. Oft kemur fólk í búðina og hefur séð eitthvert spil skora hátt á vinsældalistum á vefsíðum en það segir ekki allt. Við spyrjum hve margir munu spila, er það bara fjölskyldan eða frændi og frænka líka, á hvaða aldri er spilafólkið og hvað finnst þeim skemmtilegt. Sumum finnst þetta skrítið og full persónulegt en við gerum þetta til þess að spilið skili sínu verki. Við erum með mörg spil, margar víddir og alltaf eitthvað nýtt.“ Hvetja unglinga til að leggja frá sér símann Spilavinir hafa undanfarin ár boðið upp á spilakvöld og hafa foreldrafélög meðal annars nýtt sér það á bekkjarkvöldum. Spilakvöldin lögðust af í covid en eru komin á fullt aftur. „Við söknuðum spilakvöldanna í skólunum mjög því við fengum svo mikið út úr því að sjá upplifunina hjá krökkunum og ekki síður hjá foreldrunum. Við setjum upp stöðvar með mismunandi spilum og leggjum ríka áherslu á að foreldrarnir séu ekki bara að aðstoða krakkana við að spila heldur setjist sjálf við borðið og spili. Markmiðið hjá Spilavinum er að skólarnir hafi til spil í frímínútum fyrir krakkana til að þau vilji leggja símana frá sér. Að þau taki samveruna í spilum fram yfir einveruna í símanum,“ segir Svanhildur.
Jól Vefverslun vikunnar Börn og uppeldi Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira