Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2022 10:00 Íranski fáninn í öllu sínu veldi. getty/Catherine Ivill Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna. Íranir eru afar ósáttir við að Bandaríkjamenn hafi tekið merki Allahs úr fána landsins í færslum um leik liðanna á morgun á samfélagsmiðlum. Íranir saka Bandaríkjamenn um að fjarlægja nafn guðs úr fána landsins. Bandaríkjamenn segjast hafa sleppt því að nota opinberan fána Írans tl að sýna mannréttindabaráttu kvenna þar í landi stuðning. Mótmælaalda hefur geysað í Íran eftir að hin 22 ára Masha Amini lést í varðhaldi. Hún hafði verið handtekin af siðferðislögreglu Írans fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda hennar og mótmælendur telja að lögreglan hafi barið hana til bana en yfirvöld segja að hún hafi fengið fyrir hjartað. Íranska knattspyrnusambandið hefur kvartað formlega til FIFA vegna þess að Bandaríkin notuðu ekki réttan fána landsins. Samkvæmt talsmanni bandaríska knattspyrnusambandið hefur nú verið skipt um fána og það noti hér eftir réttan fána Írans. Sambandið segist eftir sem áður styðja við konur í Íran. Íranska knattspyrnusambandið hefur kvartað til FIFA eins og áður sagði en ríkissjónvarpsstöðin Tasnim News Agency í Íran hefur gengið enn lengra og vill að bandaríska liðinu verði hent út af HM. Íran og Bandaríkin eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar á HM á morgun. Bæði lið eiga möguleika á að komast upp úr B-riðli. Í hinum leik morgundagsins í riðlinum eigast Englendingar og Walesverjar við. HM 2022 í Katar Mótmælaalda í Íran Íran FIFA Bandaríkin Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Íranir eru afar ósáttir við að Bandaríkjamenn hafi tekið merki Allahs úr fána landsins í færslum um leik liðanna á morgun á samfélagsmiðlum. Íranir saka Bandaríkjamenn um að fjarlægja nafn guðs úr fána landsins. Bandaríkjamenn segjast hafa sleppt því að nota opinberan fána Írans tl að sýna mannréttindabaráttu kvenna þar í landi stuðning. Mótmælaalda hefur geysað í Íran eftir að hin 22 ára Masha Amini lést í varðhaldi. Hún hafði verið handtekin af siðferðislögreglu Írans fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda hennar og mótmælendur telja að lögreglan hafi barið hana til bana en yfirvöld segja að hún hafi fengið fyrir hjartað. Íranska knattspyrnusambandið hefur kvartað formlega til FIFA vegna þess að Bandaríkin notuðu ekki réttan fána landsins. Samkvæmt talsmanni bandaríska knattspyrnusambandið hefur nú verið skipt um fána og það noti hér eftir réttan fána Írans. Sambandið segist eftir sem áður styðja við konur í Íran. Íranska knattspyrnusambandið hefur kvartað til FIFA eins og áður sagði en ríkissjónvarpsstöðin Tasnim News Agency í Íran hefur gengið enn lengra og vill að bandaríska liðinu verði hent út af HM. Íran og Bandaríkin eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar á HM á morgun. Bæði lið eiga möguleika á að komast upp úr B-riðli. Í hinum leik morgundagsins í riðlinum eigast Englendingar og Walesverjar við.
HM 2022 í Katar Mótmælaalda í Íran Íran FIFA Bandaríkin Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira