Tökum á vandanum Jónas Elíasson skrifar 27. nóvember 2022 12:01 Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði. Þess vegna er borgarstjóri í fjárhagslegu skrúfstykki og ófær um að gera neitt raunhæft í aðkallandi vandamálum, en þar eru samgöngumálin veigamest ennþá, en þar er tafakostnaður borgaranna orðinn 30 – 60 ma/ári. Endurbætum þjóðvegakerfið Tiltölulega auðvelt er að létta á þessum vanda með endurbótum á þjóðvegakerfinu, en í tilraun til að afla pólitískra vinsælda, féll borgarstjóri í þá gryfju að vilja það ekki, heldur fækka bílum, sem er ekki hægt nema með þvingunaraðgerðum sem hafa afdrifaríkan efnahagslegann afturkipp í för með sér. Margir hafa bent á þetta, en borgarstjóri virðist hafa enn minni áhuga á hag þjóðarinnar en borgarinnar, heldur bara áfram sínum predikunum um borgarlínu sem allir vita nú orðið að skilar engu nema gleypa 100 ma. króna. Þetta er erfið staða, búast má við að tafakostnaður hafi tvöfaldast 2030 eða fyrr. Tiltölulega auðvelt er að laga þetta, en til þess þarf að byggja nokkur mislæg gatnamót sem Rvk tók út úr skipulagi 2015 í einhverju kasti af því sem ég hef kallað mislæga gatnamótaþrjósku. Sumir hafa viljað rekja þessa arburðarás aftur til Ingibjargar Sólrúnar, sem lét hafa eftir sér að Ísland þyrfti ekki amerískar hraðbrautir, en þetta er rangt. Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir þetta einfaldlega að Ísland þarf ekki hraðbrautakerfi samkvæmt amerískum stöðlum sem er alveg rétt. En úr þessu varð mislæga gatnamótaþrjóskan til, þrátt fyrir að þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins inniheldur yfir 20 mislæg gatnamót og munar ekkert um þau fáu sem þarf til viðbótar til að spara tafakostnað 10 – 20 ma/ári. En Rvk hangir á mislægu gatnamótaþrjóskunni. Hugsanlega má rekja það til pírata fremur en borgarstjóra, en það er ótrúlega óheppinn flokkur, hvers ætt má rekja til Giuseppe Piero "Beppe" Grillo, ítalsks stjórnmálamanns og fyrrverandi trúðs, sem heldur því fram að allir séu spilltir nema hann, rétt eins og píratar gera hér. Í Rvk fengu þeir formennsku í skipulags- og samgönguráði 2018 og hófu þeir baráttu fyrir bíllausum lífsstíl og grænni borg, sem sýndi sig að innihalda ekkert nema máttlaust einkabílahatur og borgarlínu sem sýndin sig að vera þrteföldun á þeim strætó sem höfuðborgarbúar nota mjög lítið, en enga raunhæfa samgöngustefnu. Eru menn að grínast? Núverandi formaður skipulags- og samgönguráðs toppaði þetta reyndar þegar hann lagði til neðanjarðarlest (Fréttablaðið 14/9/22) í hripleku Reykjavíkurgrágrýtinu frá Ártúni, gegnum þrjú jarðhitasvæði niður á Lækjartorg. Þetta hét að þora, sannkallað réttnefni, borgir sem hafa kjark í samgöngutæknilegt sjálfsmorð eru ekki margar. Lausnin er einföld En lausnin er sú einfalda að gera Miklubraut/Kringlumýrarbraut ljóslausar, sem kostar minna en gera alla þá stokka og jarðgöng sem Rvk heimtar, líklega til að geta úthlutað lóðum ofan á þeim og hirt þar tíu milljónir af hverri íbúð. En hvernig á að koma þessum í kring ? Vandinn er skipulagsvald Rvk sem komast þarf í kring um. Lausnin á því er tæplega nema ein, gera þjóðvegakerfið að sérstakri skipulagseiningu eins og flest önnur lönd hafa þegar gert. Til að ná þessu markmiði þarf að skerða skipulagsvald sveitafélaga. Taka verður á vandanum Vanhæfi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er að stefna Íslandi í mjög vond mál. Samgöngustíflan í Rvk hækkar flutningskostnað í þríhyrningnum Akranes/Selfoss/Keflavík, en þar fer nánast allur inn- og útflutningur í gegn, þar á meðal allur neysluvarningur þjóðarinnar. Að þarna þurfi frjálst (free flow) umferðakerfi liggur í augum uppi. En borgarstjórn sefur á sitt græna eyra, dreymandi strætódrauma. Þar að auki eru að birtast slæmar fréttir, t.d. af yfirvofandi orkuskorti. Er það næsta DBE kreppan ? Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Reykjavík Samgöngur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði. Þess vegna er borgarstjóri í fjárhagslegu skrúfstykki og ófær um að gera neitt raunhæft í aðkallandi vandamálum, en þar eru samgöngumálin veigamest ennþá, en þar er tafakostnaður borgaranna orðinn 30 – 60 ma/ári. Endurbætum þjóðvegakerfið Tiltölulega auðvelt er að létta á þessum vanda með endurbótum á þjóðvegakerfinu, en í tilraun til að afla pólitískra vinsælda, féll borgarstjóri í þá gryfju að vilja það ekki, heldur fækka bílum, sem er ekki hægt nema með þvingunaraðgerðum sem hafa afdrifaríkan efnahagslegann afturkipp í för með sér. Margir hafa bent á þetta, en borgarstjóri virðist hafa enn minni áhuga á hag þjóðarinnar en borgarinnar, heldur bara áfram sínum predikunum um borgarlínu sem allir vita nú orðið að skilar engu nema gleypa 100 ma. króna. Þetta er erfið staða, búast má við að tafakostnaður hafi tvöfaldast 2030 eða fyrr. Tiltölulega auðvelt er að laga þetta, en til þess þarf að byggja nokkur mislæg gatnamót sem Rvk tók út úr skipulagi 2015 í einhverju kasti af því sem ég hef kallað mislæga gatnamótaþrjósku. Sumir hafa viljað rekja þessa arburðarás aftur til Ingibjargar Sólrúnar, sem lét hafa eftir sér að Ísland þyrfti ekki amerískar hraðbrautir, en þetta er rangt. Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir þetta einfaldlega að Ísland þarf ekki hraðbrautakerfi samkvæmt amerískum stöðlum sem er alveg rétt. En úr þessu varð mislæga gatnamótaþrjóskan til, þrátt fyrir að þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins inniheldur yfir 20 mislæg gatnamót og munar ekkert um þau fáu sem þarf til viðbótar til að spara tafakostnað 10 – 20 ma/ári. En Rvk hangir á mislægu gatnamótaþrjóskunni. Hugsanlega má rekja það til pírata fremur en borgarstjóra, en það er ótrúlega óheppinn flokkur, hvers ætt má rekja til Giuseppe Piero "Beppe" Grillo, ítalsks stjórnmálamanns og fyrrverandi trúðs, sem heldur því fram að allir séu spilltir nema hann, rétt eins og píratar gera hér. Í Rvk fengu þeir formennsku í skipulags- og samgönguráði 2018 og hófu þeir baráttu fyrir bíllausum lífsstíl og grænni borg, sem sýndi sig að innihalda ekkert nema máttlaust einkabílahatur og borgarlínu sem sýndin sig að vera þrteföldun á þeim strætó sem höfuðborgarbúar nota mjög lítið, en enga raunhæfa samgöngustefnu. Eru menn að grínast? Núverandi formaður skipulags- og samgönguráðs toppaði þetta reyndar þegar hann lagði til neðanjarðarlest (Fréttablaðið 14/9/22) í hripleku Reykjavíkurgrágrýtinu frá Ártúni, gegnum þrjú jarðhitasvæði niður á Lækjartorg. Þetta hét að þora, sannkallað réttnefni, borgir sem hafa kjark í samgöngutæknilegt sjálfsmorð eru ekki margar. Lausnin er einföld En lausnin er sú einfalda að gera Miklubraut/Kringlumýrarbraut ljóslausar, sem kostar minna en gera alla þá stokka og jarðgöng sem Rvk heimtar, líklega til að geta úthlutað lóðum ofan á þeim og hirt þar tíu milljónir af hverri íbúð. En hvernig á að koma þessum í kring ? Vandinn er skipulagsvald Rvk sem komast þarf í kring um. Lausnin á því er tæplega nema ein, gera þjóðvegakerfið að sérstakri skipulagseiningu eins og flest önnur lönd hafa þegar gert. Til að ná þessu markmiði þarf að skerða skipulagsvald sveitafélaga. Taka verður á vandanum Vanhæfi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er að stefna Íslandi í mjög vond mál. Samgöngustíflan í Rvk hækkar flutningskostnað í þríhyrningnum Akranes/Selfoss/Keflavík, en þar fer nánast allur inn- og útflutningur í gegn, þar á meðal allur neysluvarningur þjóðarinnar. Að þarna þurfi frjálst (free flow) umferðakerfi liggur í augum uppi. En borgarstjórn sefur á sitt græna eyra, dreymandi strætódrauma. Þar að auki eru að birtast slæmar fréttir, t.d. af yfirvofandi orkuskorti. Er það næsta DBE kreppan ? Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar